KVENNABLAÐIÐ

Franska leikkonan Catherine Denevue lögð inn á spítala

Catherine Denevue varð veik við tökur á kvikmyndinni „De Son Vivant“ og var lögð inn á spítala í kjölfarið en hún fékk „slag í kjölfar blóðþurrðar“ segir fjölskylda hennar í yfirlýsingu.

Auglýsing

Catherine (76) er enn í fullu fjöri að leika en samkvæmt umboðsmanni hennar, Claire Blondel, þarf stjarnan að taka sér frí í kjölfarið.

Auglýsing
Ung Denevue
Ung Denevue

Catherine, sem oft hefur verið líkt við aðra franska stjörnu, Brigitte Bardot, hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna og er ein þekktasta leikkonan þar. Hún hefur leikið í klassiskum myndum á borð við „The Umbrellas of Cherbourg” (1964), “Repulsion” (1965) og “Les Demoiselles de Rochefort” (1967).

Tvær myndir munu koma út með henni á þessu ári.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!