KVENNABLAÐIÐ

Fyrrverandi kærasti Anne Hathaway ætlar að segja frá öllu í nýrri æviminningabók

Leikkonan fagra og hæfileikaríka, Anne Hathaway, sem brátt mun eignast sitt annað barn með eiginmanni sínum Adam Schulman, hefur ekki heyrt hið síðasta frá elskhuga sem hún vildi kannski helst gleyma.

Auglýsing

Raffaello Follieri (41) sem sat í fangelsi í meira en fjögur ár fyrir fjársvik, hefur áhuga á að segja frá öllu varðandi misheppnað ástarsamband þeirra í  nýrri bók. Hann segir í viðtali við Radar: „Á síðustu sjö, átta árum hef ég skrifað hjá mér allt um líf mitt – allt sem gerst hefur á síðustu 15-20 árum lífs míns. Ég er að setja saman þessar glósur.“

Óskarsverðlaunaleikkonan (36) og Raffaello sem var sakfelldur fyrir að svíkja fjárfesta um milljarða árið 2008 voru einu sinni heitasta parið í Hollywood og Anne hefur viðurkennt meira að segja síðan þá að „þau dýrkuðu hvort annað.“

Auglýsing

Draumur hennar breyttist þó í martröð þegar Raffaello var handtekinn og játaði sekt sína, m.a. samsæri, peningaþvætti og svindl sem rúði ríka fjárfesta inn að beini.

Hann segir um sambandsslitin við Anne: „Það voru engin samskipti,“ en Anne hætti með honum áður en hann fór í varðhald. „Ég vildi ekki vera heiðarlegur við hana, vildi ekki vera í samskiptum við hana.“

Í dag, 11 árum eftir sambandsslitin og sjö árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Pennsylvaníuríki, eru líf þeirra afar ólík. Anne hefur verið gift skartgripahönnuðinum Adam síðan 2012 og Follieri var sendur aftur til Ítalíu, heimalands síns, og er ástfanginn af eiginkonu sinni Konstantinu Koumouri, sem var í sambandi við hann þegar hann var í fangelsi og eiga þau tveggja ára son, Pasquale Leone Nicolas. „Við vorum vinir í mörg, mörg ár. Hún var ein af þeim sem var í sambandi við mig á þessu erfiða tímabili. Við urðum svo ástfangin,“ segir hann.

Hann hefur reynt að hafa samband við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, til að fá uppreisn æru: „Ég er ekki að þykjast vera einhver dýrlingur. Því ég er það ekki. Ég gerði mörg mistök, en ég borgaði líka fyrir þau. Mér finnst að allir eigi skilið annað tækifæri. Bandaríkin eru land annarra tækifæra. Ég held að fólkið vilji gefa mér annað tækifæri. Ég tók ábyrgð, sat inni og kom út frjáls maður.“

Raffaelli finnst að hann eigi að hann eigi að fá að snúa aftur til Bandaríkjanna og eyða tíma með fjölskyldunni: „Ég sé ekki eftir neinu,“ segir hann og óskar Anne til hamingju með meðgönguna. „Þú verður að horfa á það jákvæða, á framtíðina og því sem koma skal.“

Þrátt fyrir að minningabókin sé skammt á veg komin segir hann að stúdíó í Hollywood hafi haft áhuga á að gera mynd um söguna: „Þetta myndi hefjast á bók, guð veit einn hvað myndi svo koma út úr því. Ef ég myndi ákveða það er næsta víst að almenningur vill smáatriðin. Ég mun geyma þau fyrir bókina.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!