KVENNABLAÐIÐ

Elísabet Bretadrottning notar aðeins sex af 775 herbergjum Buckinghamhallar

Drottningin er kölluð hæversk þar sem hún notar örfá herbergi í Buckinghamhöll. Kjólameistarinn hennar, Angela Kelly, segir að hún „dreifi“ sér ekki um höllina heldur noti eingöngu sex af 775 herbergjum.

hebb22

Herbergin eru: Svefnherbergið hennar, einkastofan, fataherbergið, baðherbergið, herbergið sem kallast Audience Room en þar tekur hún t.d. á móti forsætisráðherranum og öðru mektarfólki og Empire Room sem er einskonar biðsalur.

hebb8

Auglýsing

Angela skrifar um þetta í bókinni sinni The Other Side of the Coin: The Queen, the Dresser and the Wardrobe: „Þessi herbergi eru ekki gríðarstór og það er kannski pláss fyrir eitthvað af húsgögnum; skrýtna kommóðan eða einn fataskápur. Eini maðurinn sem ég veit um að hafa nokkru sinni komið inn í þessi herbergi er hertogonn af Edinborg og svo aðrir fjölskyldumeðlimir því drottningunni er mjög umhugað um einkalíf sitt.“

hebb3

Buckinghamhöll er aðalaðsetur drottningar, en hún fer oftast til Balmoral frá júlí til september ár hvert. Þessa mánuði eru sum herbergi hallarinnar opin gestum.

hebb2

Buckinghamhöll hefur 775 herbergi, 19 herbergi sem notuð eru til opinberra athafna, 52 svefnherbergi fyrir fjölskyldur og gesti, 188 starfsmannaherbergi, 92 skrifstofur og 78 baðherbergi.

Auglýsing

Meira en 50.000 manns heimsækja höllina á ári hverju.

Nú er verið að vinna að endurbótum á húsinu, eins og gefur að skilja en það var byggt árið 1703. Unnið verður að endurbótum á m.a. vatnslögnum, hitunarkerfi og rafmagni. Hófust þær endurbætur í apríl 2017.

Aðalhúsvörðurinn Tony Johnstone-Burt sagði: „Buckinghamhöll er ein þekktasta bygging í heimi, og við viljum auka líftíma hússins um að minnsta kosti 50 ár.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!