KVENNABLAÐIÐ

Samkvæmt nýrri rannsókn heillast konur frekar af siðblindum mönnum

 

Gamla klisjan um að siðblindingjar séu mjúkmálir sjarmörar er ekki fjarri lagi, allavega ekki samkvæmt nýrri rannsókn.

Rannsóknin var gerði í Brock og Carleton háskólunum í Kanada og sýndi hún að ungum konum þykir karlmenn með sterkari siðblindueinkenni meira heillandi en önnur, þrátt fyrir að þeir félagar hafi kannski ekki mikinn áhuga á föstu sambandi.

Í tímaritinu Evolutionary Psychological Scienceer sagt frá því að rannsakendur vildu fylgja eftir þeim „sögusögnum” að siðblindueinkenni þættu aðlaðandi þegar kæmi að því að velja sér hugsanlegan maka eða rómantískan félaga, þrátt fyrir þekktar niðurstöður úr slíkum samböndum.

Auglýsing

Í fyrsta þætti rannsóknarinnar voru fengnir 46 karlmenn á aldrinum 17-25 ára og mældu þeir siðblinduþætti og félagsgreind með því að nota konu sem vann að rannsókninni og tilbúið stefnumót. Þetta tók um tvær mínútur. Samkvæmt rannsókninni sögðust 89% karlanna vera gagnkynhneigðir.

Mennirnir voru spurðir spurninga á borð við: „Hvað vilt þú gera á fyrsta stefnumóti?” og „Hvað þykir þér mikilvægast í sambandi?” en annars var umræðuefnið frjálst. Karlarnir tóku einnig próf hvað sömu þætti varðar ásamt því hvað þeim fyndist um kynlíf án skuldbindingar.

108 ungum konum voru svo sýnd myndböndin en þær voru á fyrsta eða öðru ári í háskólanum og sögðust 89% vera gagnkynhneigðar. Þær voru beðnar um að gefa körlunum einkunn hvað varðar almenna aðlöðun, kynferðislega aðlöðun og sjálfsöryggi. Öðrum hóp sem samanstóð af 11 konum var fengið myndir af mönnunum og þær beðnar um að gefa einkunn hvað varðar útlit.

Auglýsing

Útkoman úr þessu var að þeim þóttu menn með sterkari siðblindueinkenni sem skoruðu hærra í félagsgreind og höfðu frjálslegara viðhorf gagnvart skyndikynnum meira heillandi.

Siðblinda er nátengd sjálfsdýrkun, fráhverfu og machiavellanisma en undir þetta fellur einnig sjálfselska, meinfýsi, sjálfhverfa og tilkall til ákveðinna hluta. Þetta hljómar ekki eins og eitthvað sem fólk telur aðlaðandi á yfirborðinu en rannsakendur segja að þessi einkenni geri karlmenn meira „girnilega” – sérstaklega þegar kemur að nánum samböndum.

„Siðblindir menn hafa ákveðinn persónulegan stíl sem gerir þá áhugaverða og aðlaðandi þegar kemur að konum í rómantískum hugleiðingum. Þetta er vegna þess að þeir eru ofur-sjálfsöruggir eða eru afslappaðir eða vita nákvæmlega hvað þeir eiga að sgja til að ná athygli kvenna,” segir aðalrannsakandinn Kristopher J. Brazil við PsyPost.

„Fleiri rannsókna er þörf á þessu, en af einhverjum ástæðum sýnir rannsóknin okkar að siðblindueinkenni er ekki endilega eitthvað sem er eitthvað „sjúkt” eins og maður myndi áætla. Þetta er eitthvað við persónulegan stíl mannanna sem getur látið þá líta aðlaðandi út, að maður sjái ekki að þetta er sjúkdómur.”

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!