KVENNABLAÐIÐ

Var Marilyn Monroe myrt?

Á vettvangi þar sem leikkonan ástsæla Marilyn Monroe fannst látin voru ýmis sönnunargögn sem lögreglan spillti. Margir sérfræðingar telja að leikkonan hafi verið myrt.

Í nýjum þætti hlaðvarpsins „The Killing of Marilyn Monroe” viðra margir sérfræðingar skoðanir sínar á andlátinu og eru sannfærðir um að hún hafi ekki tekið eigið líf í ágústmánuði 1962.

Auglýsing

Einkaspæjarinn Becky Altringer sem hefur varið mörgum árum í að rannsaka andlát Marilyn segir: „Það eru fleiri sönnunargögn þess efnis að hún hafi verið myrt en sanna hún hafi framið sjálfsvíg. Ég hef horft á morðþáttinn á málinu og ég held að lögreglan hafi hylmt yfir einhverju. Það var mikið um spillingu þarna. Ef þú tekur þetta allt og setur það saman, færðu út morð.”

Margir ævisagnaritarar eru sammála Becky og segja leikkonuna ekki hafa tekið of stóran skammt af lyfseðilsskyldum lyfjum eins og margir telja í dag.

Auglýsing

Fyrir rithöfundinum Danforth Prince er sönnunin í fólkinu sem stóð Marilyn næst og einnig á dánarstaðnum, á heimili hennar í Kaliforníuríki:„Sum lykilvitni, s.s. Peter Lawford og Eunice Murray, ráðskonu Marilyn, breyttu stöðugt framburði sínum, sem var meira að segja algert bull til að byrja með.”

Eunice Murray flúði Bandaríkin skömmu eftir andlát Marilyn.

Eunice
Eunice

Lois Banner ævisagnaritari, benti á stóran galla í meðferð á vettvangi: „Flestir þeirra sem voru þarna þetta kvöld og stóðu henni nærri fóru aldrei í viðtöl. Margar lögregluskýrslur „hurfu.” Lögreglan var ekki kölluð til fyrr en mörgum klukkustundum eftir að hún hafði fundist látin.

Marilyn átti í ástarsamböndum við marga þekkta menn, s.s. Bandaríkjaforsetann John F. Kennedy og bróður hans, Bobby Kennedy. FBI, CIA og mafían frá Chicago hleruðu heimili hennar til að reyna að komast yfir ómetanlegar upplýsingar: „Það voru margir henni reiðir, s.s. Kennedy fjölskyldan, FBI og CIA. Margir vinir hennar voru einnig reiðir. Það vissu allir að hún vissi stór leyndarmál er vörðuðu þjóðina.”
Marilyn hafði hótað að opinbera þessi leyndarmál Kennedy bræðranna áður en hún lést. Telur rithöfundurinn Fabulous Gabriel að það hafi verið tilefni til að myrða hana: „Hún skrifaði margt í dagbókina sína sem hefði komið mörgum í klandur og jafnvel fangelsi.”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!