KVENNABLAÐIÐ

K-Pop stjarnan Sulli látin, 25 ára

Suður-kóreska poppstjarnan Sulli fannst látin mánudaginn 14. október. Hún var aðeins 25 ára. Lögregla staðfesti við fréttamenn CNN að umboðsmaður Sulliar fann hana á annarri hæð húss hennar í Senongnam sem er nálægt höfuðborginni Seoul.

Auglýsing

Talaði umboðsmaðurinn við söngkonuna sunnudaginn 13. október en þar sem hann heyrði ekkert í henni á mánudeginum fór hann að athuga með hana.

„Við teljum að hún hafi framið sjálfsvíg, en við höfum alla möguleika opna og rannsökum þá,“ sagði talsmaður lögreglu við CNN.

Lögreglan í Seongnam segir að engin merki hafi verið um eitthvað saknæmt en ekkert bréf fannst.

Rannsóknin er enn í fullum gangi, en dánarorsök hefur ekki verið gefin út.

Auglýsing

SM Entertainment, umboðsskrifstofa Sulliar sagði fréttirnar vera „ótrúlegar og mjög sorglegar.“

Sulli sem heitir í raun Choi Jin-ri var barnastjarna og lék ýmis hlutverk áður en hún hóf tónlistarferilinn árið 2009. Hún var í vinsælli hljómsveit sem kallast f (x) og gaf út lag síðast í júní á þessu ári.

Sulli var femínisti og gagnrýndi opinskátt íhaldssemi Suður-Kóreu.

Margar K-Pop stjörnur hafa rætt opinberlega um gjaldið sem greiða þarf fyrir frægðina og hvað það tekur á geðheilsuna. Aðalsöngkona stelpubandsins SHINee Jonghyun tók sitt eigið líf 27 ára í desember árið 2017 og fyrrum meðlimur stúlknabandsins Kara, Goo Hara, reyndi sjálfsvíg í maí á þessu ári.

Þetta er síðasta myndbandið sem til er af henni.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!