KVENNABLAÐIÐ

Dark – Force of Pure Nature kynnir íslenskar hárvörur í einstökum gæðaflokki

Íslenska fyrirtækið Dark – Force of Pure Nature kynnir alíslensk sjampó og næringar sem unnar eru úr íslenskum, náttúrulegum efnum sem lausar eru við öll skaðleg innihaldsefni.

Ásgeir Hjartarson situr fyrir svörum þegar forvitnast er um þessar nýju hárvörur og segir hann innihaldsefni varanna skipta sig miklu máli: „Vörurnar eru algjörlega lausar við öll skaðleg súlföt, Paraben og gerviilmefni. Nýjasta efnið sem eru mjög umtalað í þessum heimi núna heitir Coco-Betain(cocamidopropyl – Betain), en það hefur komið í ljós að undanförnu að margir eru með ofnæmi fyrir þessu efni og rannsóknir hafa leitt það í ljós að þetta efni er ekki eins skaðlaust og það var markaðssett í byrjun. Coco-Betain þrífur fitu úr hársverði og lætur hárið freyða en hreinsar í burtu líka þínar náttúrulegar olíur, hefur neikvæð áhrif á hárvöxt og heilsu hársvarðar, ásamt skaðlegum súlfötum sem eru efst öllum ofnæmislistum í heiminum og eru líka talin mjög slæm fyrir húð og hár og er svokallað „cancer concern” eða er líklegt til að ýta undir krabbamein, en það er aðallega efnið Dioxane sem myndast við framleiðslu SLS & SLES sem þykir hættulegt, ásamt því að hafa slæm áhrif á líf sjávardýra.“

Auglýsing

 

ny þari

Varan kemur í 3 stærðum, 100 ml travel size og svo 237 ml og lítrum einnig

Hann heldur áfram: „Þessi sjampó sem fást í búðum sem innihalda þessi efni eru líka yfirleitt ódýrari í framleiðslu og eru framleidd í massavís fyrir stórmarkaði og verslunarkeðjur, þar sem þessi hreinsi- og freyðiefni eru framleidd „synthetically” , sem þýðir í stuttu máli að þessi efni fara í gegnum svokallaða „OXO” aðferð eða „Ziegler” aðferð og í báðum tilfellum eru fitusýrum breytt í alkóhól og við það myndast einhversskonar kristalsalt sem er notað sem hreinsi -og freyðiefni. Þessi sjampó innihalda í flestum tilfellum mikið magn af vatni (80-90%) þar sem þau virka vel í þeim hlutföllum og freyða samkvæmt því. Okkar sjampó eru ekki nema um 40-45 % vatn og er þar af leiðandi svokallað „concentrated” (óblandað), aðeins þykkara o.þ.a.l. mun meiri virkni og þú þarft að nota minna í hvert skipti. Surfactant – arnir sem við notum eru byggðir á kókoshnetum og náttúrulegum sykurreyr eða sodium – glucose sem eru mun mildari og þurrka ekki hár né hársvörð og númer eitt, fjarlægja ekki þínar náttúrulega olíur.

Ilmurinn er einnig sérvalinn, en Margrét Alice Birgisdóttir Aromþerapisti hjálpaði til og er einungis notast við hreinar lífrænar ilmkjarnaolíur í vöruna. Allar rotvarnir eru einnig frá plöntum og eru niðurbrjótanlegar í náttúrunni og svo er auðvitað okkar alíslenska vatn í vörunum, en það er frá fjallinu Kaldbak fyrir norðan sem er talið einn af orkustöðvum Íslands.”

Aðspurður um fyrir hverja vörurnar séu segir Ásgeir vörurnar vera fyrir vandláta og „fólk sem er annt um hárið og húðina á sér og kann að meta fallega hönnun á miðum og umbúðum og umhverfið og náttúruna auðvitað. Fólk á að hætta að kaupa bara eitthvað í stórmörkuðum og furða sig á því af hverju barnið eða einhver fjölskyldumeðlimur er alltaf með flösu eða eldrauðan hársvörð og kannski með óstöðvandi kláða og tilheyrandi óþægindi. Það má segja að ástæða sé fyrir því að búðasjampó séu svo ódýr.”

Auglýsing

dark

Smelltu á myndina til að komast á vefsíðuna! 

Umbúðir hárvaranna eru endurvinnanlegar og tekur Ásgeir dæmi um húsgagnarisann Ikea sem endurvann og framleiddi „fronta” á eldhúsinnréttingar úr sama efni og er í umbúðunum utan um DARK hárvörurnar og einnig fataframleiðandanum H&M sem framleiðir fatnað úr sama efni og flöskurnar.

Ekki er sjónum endilega beint til útlendinga eða ferðamanna þegar kemur að Dark hárvörunum en Dark – Force of Pure Nature hefur mikinn hug á að færa út kvíarnar: „Við ætlum klárlega að fara með línuna út fyrir landsteinanana. Það eru íslensk nöfn á vörunum en annar texti á ensku. Við erum að hugsa línuna fyrir alþjóðlegan markað í náinni framtíð, en við erum ekki að fara hefðbundna leið í markaðssetningu, það er aðeins dekkra yfirbragð með slettu af vísindaskaldskap. Er þetta í fyrsta sinn sem íslensk sjampó eru framleidd? „Nei, en þetta eru fyrstu íslensku sjampóin sem eru án súlfata, SLS, SLES, Parabena og Coco-Betain,” segir Ásgeir. Dark – Force of Pure Nature er í samstarfi við Pharmarctica á Grenivík sem sér um blöndun, áfyllingu og vöruþróun hárvaranna. „Einnig erum við í samstarfi við nokkra aðra aðila – til að mynda Íslenska hollustu ehf. með Eyjólf Friðgeirsson í fararbroddi. Ásgeir segist koma með hugmynd að formúlu/vöru sem er síðan rædd og stúderuð og prófuð. Segir Ásgeir að til dæmis hafi tekið eitt og hálft ár að fullvinna Vikur sjampóið. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur þari og vikur úr Heklu eru notuð í íslensk sjampó og hárnæringar en vikurinn er hreinsandi og gefur fyllingu í hárið, en þarinn einstaklega vítamínríkur og frábær í efnameðhöndlað og gróft hár.

ny aska

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Dark – Force of Pure Nature kemur með íslenska vöru á markað, en þau settu facemist (andlits spray) á markað fyrir um tveimur árum síðan. Ásgeir segir stoltur frá Sea Breeze andlits spray-inu og segir hana „gríðarlega vel heppnuða vöru.” Hann heldur áfram: „Hún er afskaplega hrein, fá innihaldsefni , án allra skaðlegra aukaefna og við getum hreinlega ekki án hennar verið. Fólk kemur hvaðanæva að til að kaupa sér vöruna, en ég verð að taka fram að hún er laus við paraben & alkohól. Hún gefur mikinn raka, vörn og ljóma ásamt því að vera ómissandi til að undirbúa húðina fyrir förðun og einnig er gott að nota hana eftir förðun, þeas spreyja létt yfir förðunina. Spreyið er einnig gott við kláða þar sem við erum að nota Hydrolat af Blágresis plöntunni, en hún hefur marga eiginleika og er þetta eitt af þeim. Að sjálfsögðu er íslenska vatnið í aðalhlutverki þar líkt og í annarri tegund hárvaranna og einnig sami þari.

Ásgeir segir að þau hjá Dark – Force of Pure Nature séu hvergi hætt – þau ætla að halda áfram í vöruþróun: „Við erum með nokkrar spennandi vörur á teikniborðinu sem við erum að prófa núna. Við munum kynna það von bráðar en viljum ekki segja meira en það að herrarnir verða ánægðir! Hugmynd okkar eru að vera með litla línu sem við vonumst til að geta farið með á alþjóðlegan markað þar sem hún á klárlega heima.”

Myndbandið sýnir auglýsingu fyrir Dark vörurnar, svokallaður „teaser.” „Ljóðið Sofðu unga ástin mín er eitthvað sem hefur heillað mig lengi, ég veit ekki alveg ástæðuna,” segir Ásgeir. „Mig langaði að heyra það sungið af óperusöngkonu, og hún Sigrún López Jack gerir þetta ótrúlega vel. „Reffinn” af því var lag í einni af Lord of the Rings myndinni, en mér finnst tónlistin í þeim myndum hrikalega falleg! Mig langaði í þessi hughrif , vekja upp einhverja tilfinningu – gæsahúðar, sorgleg.”

Facebooksíða Dark- Force of Pure Nature

Vefsíða 

Instagram: @forceofpurenature

Hárvörurnar fást hjá Mask Academy, Hæðarsmára 4, Kópavogi

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!