KVENNABLAÐIÐ

Robert De Niro getur „ekki beðið“ eftir að sjá Donald Trump fara í fangelsi

Leikarinn og svarinn andstæðingur Bandaríkjaforseta, Robert De Niro hefur nú kallað Donald Trump „glæpaforseta“ (e. „gangster president) og segir að hann „geti ekki beðið eftir að hann verði settur í fangelsi.“

Auglýsing

De Niro spjallaði við blaðamann Guardian áður en frumsýning nýjustu myndar Martin Scorsese, The Irishman, fór fram en hann leikur mafíumorðingjann Frank Sheeran í myndinni.

Auglýsing

Segir De Niro: „Við höfum raunverulegt, aðkallandi vandamál er varðar glæpaforsetann sem heldur hann geti gert það sem honum sýnist…vandinn er sá að ef hann kemst upp með það, eigum við öll í vandræðum. Ósvífnin í fólkinu í kringum hann sem í raun og veru ver hann, þessir Repúblíkanar er ógeðfelld og við verðum að gera eitthvað í því.“

De Niro tjáði sig einnig um fjölmiðlastríð Trumps og sagði: „Þetta er biturð gagnvart fólki sem skrifar um það sem við sjáum augljóslega sem glæpahneigð. Þeim líkar það ekki, þannig þau segja: „F-ið ykkur, við ætlum að kenna ykkur eitthvað. Og þau vita hvað á að kenna þeim…þeir komast ekki upp með að leggja okkur í einelti – fólk sem hefur almenna skynsemi veit hvað er að gerast í heiminum og í þessu landi. Þau geta ekki gert það. Þau geta það ekki. Það er skömm að þessu, skömm að [Repúblíkanarnir] hegða sér svo illa.“

Aðspurður hvort hann haldi að Trump sé líklegur til að fara í fangelsi vegna lögsóknarinnar segir De Niro: „Oh, ég get ekki beðið eftir að sjá hann fara í fangelsi. Ég vil ekki hann deyji, ég vil hann fari í fangelsi.“

De Niro sagði einnig í The Graham Norton Show sem sýnt verður í dag: „Í dag höfum við skrýtinn, ruglaðan forseta sem heldur hann sé glæpamaður, en hann er ekki einu sinni góður glæpamaður…glæpamenn hafa heiður, þú tekur í hönd þeirra og þeir hafa orð þitt og þú þeirra og það er allt. Með þennan gaur er það ekki málið.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!