KVENNABLAÐIÐ

Ný persóna í Sesame Street á móður sem glímir við ópíóðafíkn

Brúðuþættirnir Sesame Street hafa oft tekið á samfélagsvanda eða málefnum sem erfitt er að tala um. Í þáttunum má nú finna nýja brúðu sem kallast Karli, en hún er græn með gult hár og á móður sem glímir við fíknivanda.

Auglýsing

Samkvæmt Guardian, bætti Sesame Street Karli við, því 5,7 milljónir barna undir 11 ára aldri eiga foreldri sem glímir við fíknivanda.

Auglýsing

Kama Einhorn, handritshöfundur hjá Sesame Workshop segir: „Það er ekkert annað þarna úti sem tæpir á málefnum fíknivanda fyrir börn, frá þeirra sjónarhorni. Ef eitt foreldri sem er á versta stað í sinni neyslu getur horft á þátt með barninu sínu, þá er takmarkinu náð.“

Sesame Street hefur lengi fjallað um erfið mál á hátt sem börnin skilja. Má nefna andlát, kynþáttahatur og árið 2017 var einhverf brúða kynnt til sögunnar. Þættirnir hafa líka gert grín m.a. að Donald Trump með því að búa til brúðu með skærappelsínugult hár og kölluðu hana „Donald Grump.“ Var um að ræða feitan þorpara sem rændi íbúðum annarra.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!