KVENNABLAÐIÐ

Allt búið: Meg Ryan hætt við að giftast John Mellencamp

Leikkonan Meg Ryan mun sennilega ekki ganga að eiga rokkarann John Mellencamp eftir svakalegt rifrildi.

Þau trúlofuðu sig í nóvember 2018 og hafa verið fram og til baka með ákvörðunina um að ganga í það heilaga. Þau hafa nú ekki sést opinberlega saman í um þrjá mánuði.

Auglýsing

„Þau lentu í svakalegu rifrildi þar sem þau öskruðu hreinlega á hvort annað. Margt hefur átt sér stað í sambandinu og það endaði á því að Meg sagði honum bara að drulla sér út.”

a meg

Meg (57) sem lék eftirminnilega í When Harry Met Sally hætti fyrst með söngvaranum sem gerði garðinn frægan með laginu „Hurts So Good” (68) eftir þriggja ára samband. Þau fóru að hittast aftur sumarið 2017 eftir að John hætti með ofurfyrirsætunni Christie Brinkley: „Þau hættu aldrei að elska hvort annað, en vandamálin hurfu ekki þegar þau byrjuðu aftur saman,” segir vinur þeirra nafnlaust í viðtali við Radar.

Auglýsing

Meg, sem er skilin við leikarann Dennis Quaid, hefur alltaf verið tortryggin í garð Johns sem vildi aldrei helga sig henni og lífi hennar í New York: „Sannleikurinn er sá að John er í raun smábæjarstrákur sem þykir ekkert þægilegt að búa í stærstu borg í heimi, þó hann elski Meg.”
John greip hvert tækifæri að laumast aftur heim til Indiana þar sem hann ólst upp: „Hann var alltaf að fara til Seymour til að hreinsa hugann. Stundum lét hann ekki Meg vita fyrr en vélin var lent og það gerði hana brjálaða.”

John Mellencamp, sem hefur verið þrígiftur, fór afskaplega í taugarnar á Meg sem er alger borgarstelpa: „Hún þoldi ekki fötin hans sem henni fannst of snjáð og subbuleg fyrir hana. Hún keypti fyrir hann heilan fataskáp en hann var alltaf í sömu fötunum. John þoldi ekki hvernig hún var að reyna að móta hann eftir sínu höfði.”

a meg2

Meg hefur lagst ótal sinnum undir hnífinn og það var eitthvað sem fór í taugarnar á John: „John þoldi ekki allar þessar lýtalækningar. Andlitið á henni breyttist svo mikið að hann þekkti hana varla. Þetta var að gera hann sturlaðan.” Einnig er Meg haldin átröskun og vildi hann að hún þyngdist eða hann myndi hætta með henni.

„Þau hafa verið upp og niður, hætt saman og byrjað saman, en nú er bara komið nóg teljum við vinirnir.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!