KVENNABLAÐIÐ

UNICEF á Íslandi biður fullorðið fólk að hætta að leggja Gretu Thunberg í einelti

UNICEF samtökin sem berjast fyrir réttindum barna setti ákall til fullorðins fólks á Facebook sem hefur margt talað illa um hina 16 ára Gretu Thunberg en hún berst fyrir loftslagsmálum. Segja þeir Gretu hafa rétt á að láta rödd sína heyrast.

Auglýsing

Orðsendingin hljómar svo:

Kæra fullorðna fólk á Facebook. Hér er vinalegt ákall til ykkar.

Síðustu daga hefur mikið verið fjallað um Gretu Thunberg, sem nýtur réttar síns sem barn og sem manneskja til að láta rödd sína heyrast í loftslagsumræðunni.
Því miður eru margir fullorðnir að skrifa niðrandi og hatursfullar athugasemdir um Gretu sem manneskju. Það er EKKI ásættanlegt. Sem loftslagsaðgerðarsinni, sem barn og sem manneskja á Greta, ásamt öðrum, rétt á að láta rödd sína heyrast!

Auglýsing

Við viljum biðja fólk um að hugsa sig tvisvar um áður en það skrifar athugasemdir á samfélagsmiðla. Hér er um að ræða manneskja sem á að vera sýnd virðing. Líka á internetinu.

Við hjá UNICEF styðjum börn sem berjast fyrir betri framtíð. Þau hafa rétt á að vera vernduð gegn hatri.

Það er á okkar ábyrgð, og þinni!

Við vonum að þú munir hjálpa Gretu, og öllum þeim mögnuðu og hugrökku börnum sem eru að tjá sig, að njóta réttar síns og hlusta.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!