KVENNABLAÐIÐ

Edrú í ár: Heróínfíkill sneri lífi sínu við eftir dauðadóm

Í 15 ár var hún háð heróíni og var inn og út úr fangelsum. Nú er hún fyrirmynd margra, þar sem hún hefur verið edrú í heila 12 mánuði! Caroline Best var þekkt sem smáglæpamaður, hún stal úr búðum til að eiga fyrir næsta skammti. Fyrir 12 mánuðum síðan var henni sagt að heróínneysla hennar hefði valdið því að hjartað á henni starfaði ekki rétt og þyrfti hún á aðgerð að halda.

Auglýsing

Læknarnir sögðu henni að þeir myndu ekki framkvæma aðgerðina nema hún hætti þessari lífshættulegu neyslu.

hero2

Auglýsing

Lögreglan í West Midlands deildi sögu Caroline og hvernig hún gat náð aftur stjórn á lífi sínu. Í ágústmánuði 2018 fór hún í meðferð og er hún búin að vera edrú í ár, 27. ágúst. Lögregluþjónninn Stuart Toogood (skemmtilegt eftirnafn!) var henni innan handar og segir Caroline (36): „Þökk sé Stuart Toogood er ég nú virkur þjóðfélagsþegn og ég þakka honum fyrir að hjálpa mér að gera eitthvað sem ég gat ekki sjálf. Ég er lifandi sönnun þess að við getum náð bata.“

hero3

Caroline stundar nú ekki glæpi lengur og meira að segja hefur heilsan komist í slíkt lag að hún þarf ekki lengur á hjartaaðgerð að halda. Líkaminn læknaði sig sjálfur.

Caroline starfar nú með Stuart, bjargvætti hennar, að hjálpa öðrum að komast á beinu brautina!

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!