KVENNABLAÐIÐ

Lady Gaga neitar að hafa stolið laginu „Shallow“

Lady Gaga hefur verið hótað málaferlum af óþekktum lagahöfundi sem segir að Óskarsverðlaunahafinn úr myndinni „A Star Is Born“ hafi stolið lagi sem hann samdi árið 2012.

Þessi óþekkti lagahöfundur heitir Steve Ronsen, og heldur hann því fram að nokkrir tónar, nánar tiltekið þriggja nótna framvinda í laginu „Shallow“ sé byggð álaginu hans „Almost,“ sem er algerlega óþekkt lag og var áður en farið var að skrifa um málið, skv. Page Six, búið að hlusta á það 300 sinnum. Þessar þrjár nótur, G, A, B – eru í viðlagi „Shallow.“

Auglýsing

Ronsen og lögfræðingur hans Mark D. Shirian biðja um milljónir dollara í málinu ásamt því að hóta umfjöllun um málið, sem fólk Lady Gaga kallar „algera vitleysu.“

Hlustaðu á lagið hér að neðan: 

Gaga, 33, hefur ráðið lögfræðinginn Orin Snyder frá New York sem þekktur er fyrir að vera harður. Segir hann að þau muni hvergi hvika.

Auglýsing

Snyder segir: „Mr. Ronsen og lögfræðingurinn hans eru að reyna að þéna peninga af vinsælum listamanni. Þetta er skammarlegt og rangt. Ég er stoltur af Lady Gaga að hafa hugrekki og heilindi til að barnast á móti slíkum ásökunum. Ef þeir halda áfram með málið mun Lady Gaga berjast og sigra.“

Þrátt fyrir að þrír tónar hljómi svipað er lagið alls ekki eins og má heyra notkun þessara tóna aftur í aldir. „Dust In The Wind” með hljómsveitinni Kansas notar þá, lag sem gefið var út 1978.

Ronsen er virkur tónlistarmaður sem gaf út plötu árið 2012 og syngur nú fyrir hljómsveit í Nashville. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttar Page Six.

„Shallow“ var tekið upp með Gaga og Bradley Cooper og gefið út árið 2018. Það er aðallag myndarinnar „A Star Is Born“ og var skrifað af Gaga og Mark Ronson sem er risi á þessu sviði. Lady Gaga fékk hugmyndina að laginu árið 2016. Hún sagði við LA TImes: „Þegar ég skrifaði þetta lag með Mark, Antony og Andrew var það öðruvísi en allt annað þegar ég hef samið lag. Andrúmsloftið í herberginu var alvarlegt. Ég var á píanóinu, strákarnir með gítara og við fundum texta við lagið og töluðum við hvert annað. Þannig er þetta lag. Þetta er samtal milli manns og konu.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!