KVENNABLAÐIÐ

Matthew Perry býr á hóteli og fer nær eingöngu út til að komast á sjúkrahúsið

Hin fallna Friends-stjarna, Matthew Perry, er einungis skugginn af sjálfum sér þessa dagana þar sem hann berst við bakkus. Hann er einfari og er annaðhvort inni á hótelherbergi eða í spítalarúmi.

Þetta er niðurstaða slúðurmiðilsins Radar sem sýnir að hann á ekki í samskiptum við neinn nema þá barþjóna í New York borg, en hann hefur búið þar í einhverja mánuði.

Matthew, sem verður fimmtugur þann 19. ágúst næstkomandi, hafði búið í „penthouse” íbúð sem kostaði næstum sem samsvarar 90 þúsund ISK á nóttu eftir að hafa farið í aðgerð í fyrra vegna magavandamála. Hann lá inni á spítala í nokkra mánuði.

Auglýsing

Þrátt fyrir að hafa farið í a.m.k. þrjár meðferðir er hann enn að drekka: „Hann vill ekki vera truflaður og fer inn á prívat svæði þar sem fáir útvaldir fá að vera,” segir einn barþjónn sem hefur þjónað Matthew. „Hann pantar sér nokkra mjög sterka drykki og drekkur einn.”

Næstum enginn þekkir hann því hann er svo ólíkur því sem fólk man eftir. Hann fer ekkert út af herberginu nema til að fá sér sígarettu eða á spítalann.

Annar hótelstarfsmaður segir: „Hann var mestmegnis inni á herberginu sínu. Þegar ég sá hann var hann úti að aka og leit út fyrir að vera veikur.”

Hann er búinn að búa hér svo lengi að hann keypti sér risastórt sjónvarp til að hafa í herberginu!

Auglýsing

Matthew fékk milljón dali fyrir hvern einasta Friends þátt sem hann lék í á sínum tíma árið 2002, enda vinsælustu þættir í heimi, er ábyggilega óhætt að fullyrða.

Leikkonan Courteney Cox var í New York og þau rákust á hvort annað, en þau heilsuðust ekki. Sem er dálítið kaldhæðnislegt því þau voru „gift” í þáttunum.

Matthew sést oft með nýrri og nýrri konu: „Hann sést kannski í þrjú skipti með ungri ljósku en svo er hann með aðrar konur upp á arminn,” segir heimildarmaðurinn. „Hann fór með stúlkunum eða tók þær á prívat svæðið. Matt þarf virkilega á hjálp að halda. Við vonum að hann fái hana, annars lifir hann ekki lengi.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!