KVENNABLAÐIÐ

Þriggja ára stúlka berst fyrir lífi sínu eftir að hafa innbyrt alsælutöflu sem hún fann á leikvelli

Þriggja ára rússnesk stúlka var í fríi á Ibiza með fjölskyldu sinni þegar hún fann alsælutöflu á leikvelli. Stúlkan hélt að um sælgæti væri að ræða og stakk henni upp í sig.

Auglýsing

Santa Eulalia er vinsæll ferðamannastaður á eynni Ibiza, austurströndinni, og var stúlkan á ferðalagi með móður sinni og tveimur systkinum.

Leikvöllurinn
Leikvöllurinn

Lögreglan telur að einhver hafi misst töfluna á leikvellinum, annaðhvort eiturlyfjasali eða -notandi.

Auglýsing

can2

Stúlkan var flutt í skyndi á spítalann Can Misses í gærmorgun, en var svo flutt með sjúkraflugi á Son Espases spítalann á eynni Majorka því ástand hennar var mjög alvarlegt og fór versnandi.

can1

Lögreglan staðfestir að litla stúlkan hafi gleypt alsælutöflu sem hún fann á leikvellinum: „Hún var í fríi með fjöslkyldu sinni. Prófanir sýna og staðfesta að um alsælu (e. ecstacy) hafi verið að ræða og er málið rannsakað og litið alvarlegum augum.”

Santa Eulalia er þriðji stærsti bær Ibiza og er þekktur fyrir að vera fjölskylduvænn.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!