KVENNABLAÐIÐ

Par drap ljón og kysstist þegar það tók mynd af hræinu

Sjúkt par kysstist til að fagna því að hafa drepið þessa fallegu skepnu og hefur það vakið upp óhugnanleg viðbrögð. Blóðþorsti mannanna á sér engin takmörk þegar kemur að „trophy hunting” og eru nú bresk dagblöð á borð við Daily Mirror að biðja um aukna lagasetningu breskra yfirvalda á slátrun skepna.

Auglýsing

Þetta er kallað „íþrótt.” Ljón og önnur dýr eru sett á þröngt, afmarkað svæði og þeim slátrað af viðskiptavinum sem borga fyrir að koma inn á svæðið. Veiðimennirnir mega svo taka líkamshluta af dýrinu heim til Bretlands svo þeir geti montað sig af því að hafa hæft bráðina.

ljon forse rett

Stjórnmálamenn, stjörnur og aktívistar hafa beðið um blátt bann stjórnvalda við innflutningi á slíkum líkamshlutum. Einnig vill þetta fólk banna „dósaveiðar” (e. canned hunting) þar sem fólk borgar sig inn á lítil svæði til að drepa þau.

Auglýsing
  • Margar dýrategundir eru nú að verða útdauðar.
  • Fílar eru nú um 400.000 talsins, en þeir voru 1,3 milljón.
  • Gíraffar – stofninn hefur minnkað um 40% á síðustu 30 árum og eru ekki sagðir í útrýmingarhættu.
  • Síðan árið 2009 hafa meira en 20.000 útskorin gíraffabein og meira en 7000 húðir verið fluttar út frá Afríku ásamt öðrum „verðlaunagripum” af dýrunum.
Joanna
Joanna

Leikkonan Joanna Lumley er mikill dýraverndunarsinni og segir hún: „Hvernig getum við sagst vera dýravinir þegar við leyfum þessari nýlendustefnu-þynnku að halda áfram. Breskir veiðimenn skjóta flóðhesta, hlébarða, sebrahesta, birni og jafnvel prímata sér til skemmtunar. Það er sjúkt að hugsa um að lögin leyfa þessu fólki að taka minjagripi af þessu tagi meða sér heim.”

Einnig segir hún varðandi ljónaveiðar: „Breskir veiðimenn elska að skjóta ljón. Næstum hvert einasta ljón sem skotið er af veiðimanni er nú frá þessum ógeðfelldu „dýraverksmiðjum” sem eru í kringum Suður-Afríku. Þetta er eins og að skjóta dýr í dýragarði. Þetta eru tamin dýr, fædd og alin í prísund. Það er ekkert íþróttalegt við þetta, þetta er lægsti standard sem til er.”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!