KVENNABLAÐIÐ

Donald Trump heldur því enn fram að Meghan Markle sé „ótuktarleg“

Þrátt fyrir að Donald Trump sé sem stendur í heimsókn í Bretlandi hefur hann ekki hætt að tala um að Meghan Markle sé „ótuktarleg“ (e. nasty) og nú sagði hann það aftur í viðtali við Piers Morgan.

Þrátt fyrir það segir Donald samt að hún sé að standa sig vel.

Auglýsing

nasty2

Donald virtist frekar meyr í þessu viðtali og gat ekki stillt sig um að tala um misklíðina milli sín og fyrstu bandarísku prinsessunnar.

Í brotum úr þættinum má sjá hvað hann segir og Meghan og einnig Harry Bretaprins.

Ástæða þess að Donald sagði þetta um Meghan var sú að hún kallaði hann „karlrembusvín“ og „sundurlyndan“ í viðtali þegar hann var í forsetakosningabaráttunni árið 2016.

Piers hefur verið vinur Donalds frá því hann kom fram í Celebrity Apprentice.

Piers spurði Donald hreint út hvort Meghan Markle væri „ótuktarleg“ eður ei og svaraði forsetinn á þessa leið: „Þau sögðu sumt af því sem hún sagði og það er meira að segja til á filmu. Og ég sagði: „Nú, ég vissi ekki að hún væri ótuktarleg.“ Ég var ekki að segja að hún væri það. Hún sagði illgjarna hluti um mig. Og ég vissi ekki hvort hún væri það gagnvart mér. Veistu hvað? Hún er að gera góða hluti, ég vona hún sé að njóta lífsins…Mér finnst hún afar vingjarnleg.“

Auglýsing

Piers pressaði á Donald meira með þetta og hann svaraði þá: „…hún var ótuktarleg við mig. Það er í lagi fyrir hana að vera ótukt, en það er ekki gott fyrir mig að vera ótuktarlegur við hana og ég var það ekki…“

Piers spurði svo hvort hann hefði talað við Harry prins. Donald sagði þá: „Ég gerði það og óskaði honum til hamingju og mér finnst hann frábær náungi. Konungsfjölskyldan er mjög fín.“

Piers spurði þá hvort Harry hefði spurt hann hvort honum fyndist konan sín ótuktarleg og sagði þá Donald: „Við töluðum ekki um það…ég ætlaði að gera það því það var ranglega sett þar fram. Og þegar þú sérð handritið og þú sérð að það er alger andstæða þess sem þau sögðu.“

Í gær var sagt að Harry hefði haldið fjarlægð frá Trump og Melaniu þar sem þau fengu skoðunarferð um Buckinghamhöll. Kannski vegna þess sem Donald sagði um móður hans, að hann hefði getað sofið hjá henni…hver veit?

Donald var þó ekki á þeirri skoðun og sagði að hann hefði talað heilmikið við Ivönku og fjölskyldunnar. Harry hefði sennilega „ekki getað verið almennilegri.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!