KVENNABLAÐIÐ

Var sektuð af lögreglu fyrir að hringja of oft: Svo skar eltihrellirinn hana á háls

Breska lögreglan hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir að hafa sett út á að kona hafi beðið um aðstoð vegna eltihrellis fimm sinnum á sex mánuðum. Hann skar hana á háls og reyndi að brenna líkið.

Auglýsing

Shana Grice (19) hafði beðið lögregluna um vernd gegn fyrrverandi kærasta, Michael Lane, fimm sinnum á sex mánaða tímabili.

skö2

Lögreglan í Sussex sektaði hana um 90 pund fyrir að hafa „eytt tíma lögreglunnar” eftir að Shana sagði Michael hafa rifið í hár hennar og tekið símann hennar, en hún virtist ekki hafa sagt henni að þau hefðu átt í sambandi.

Michael var sjúklega afbrýðisamur og með Shönu á heilanum. Hann hafði verið aðvaraður að láta hana í friði mánuði áður en hann myrti hana.

Michael hafði sett staðsetningartæki á bíl Shönu svo hann gæti fylgst með ferðum hennar. Hann lagði bíl sínum fyrir utan heimili hennar og svo kom síðar í ljós að hann hafði hrellt 13 aðrar konur, og þær höfðu allar gert lögreglu viðvart.

Í júlí 2016 hafði hann notað stolinn lykil til að fara inn í íbúð Shönu og inn í svefnherbergi þar sem hún svaf í Portslade, nálægt Brighton í A-Sussex. Fyrir það fékk hann viðvörun.

Auglýsing

Mánuði seinna myrti hann Shönu eftir að hafa komist að því að hún var að hefja nýtt samband. Eftir það kveikti hann í svefnherberginu hennar til að reyna að brenna líkið.

Í marsmánuði 2017 var Michael, þá 27 ára, dæmdur í lífstíðarfangelsi, a.m.k. í 26 ár fyrir að myrða Shönu.

skö1

Lögreglan í Sussex bað fjölskyldu Shönu afsökunar á því að hafa ekki tekið mark á ásökununum og undir skrifuðu 14 lögregluþjónar.

Sjálfstæð rannsókn leiddi í ljós að lögreglan brást ekki rétt við á þessum tíma.

Að minnsta kosti tveir lögregluþjónar verða dregnir fyrir rétt.

Fjölskylda Shönu segir að lögreglan í Sussex hafi brugðist við „of lítið og of seint.”

skö4

Sharon Grice og Richard Green, foreldrar hennar segja: „Dóttir okkar fór með áhyggjur sínar til lögreglunnar og í stað þess að vernda hana var litið á hana sem glæpamann.”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!