KVENNABLAÐIÐ

Lygasjúkur Donald Trump segir föður sinn fæddan í Þýskalandi: Það er lygi

 Forseti Bandaríkjanna á afar, afar erfitt með að segja sannleikann. Það er bara staðreynd. Donald hefur nú haldið því fram að faðir hans, Fred Trump, sé fæddur í Þýskalandi. Það er helber lygi.
Auglýsing
Fred Trump (faðir Donalds) fæddist í New York borg í Bandaríkjunum.
Donald frá þessu í framhjáhlaupi þegar hann átti samtal við aðalritara Nato, Jens Stoltenberg.
Donald sagði þetta á meðan hann gagnrýndi Angeliu Merkel, fráfarandi kanslara Þýskalands, en Donald sagði hana ekki vera sanngjarna gagnvart her landsins.
Auglýsing
„Ég ber mikla virðingu fyrir Angelu og ég ber mikla virðingu fyrir landinu. Faðir minn er þýskur, var þýskur, fæddur á æðislegum stað í Þýskalandi, þannig ég ber tilfinningar til Þýskalands.“

Enn ein lygin

Faðir Donalds, Fred Trump, fæddist í New York borg. Afi Donald, hinsvegar, Friedrich Trump, fæddist í þýska þorpinu Kallstadt.
Samkvæmt þýskum sagnfræðingu var Friedrich flóttamaður sem fékk dvalarleyfi í Bandaríkjunum árið 1885 og flúði fátækt og þrælahald.  Hann sneri aftur til Þýskalands árið 1901, varð ástfanginn af Elisabeth Christ. Þau gengu í það heilaga og fluttu aftur til Bandaríkjanna.
Friedrich reyndi að snúa aftur til BNA árið 1905 þegar kona hans fékk afar sterka heimþrá. Hún fékk ekki landvistarleyfi og var hjónunum skipað að gefa sig fram þegar Friedrich hefði sinnt herþjónustu.
Þau sneru aftur til Bandaríkjanna og var Elisabeth vanfær á þeim tíma. Sonur þeirra Fred fæddist í New York.
Donald hefur áður haldið þessu fram. Í júlí 2018 varð hann brjálaður og gagnrýndi ríki Evrópusambandsins fyrir að hafa stundað viðskipti við Íran eftir kjarnorkusamninginn.
Þetta er samt ekki rétt – faðir Donalds er fæddist í NYC og móðir hans var skosk.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!