KVENNABLAÐIÐ

Maður skotinn til bana í Vísindakirkjunni í Kaliforníuríki

Maður sem gekk inn í Vísindakirkjuna í Inglewood, Kaliforníuríki með „afar stórt sverð“ var skotinn til bana af lögreglu miðvikudaginn 27. mars. Samkvæmt Los Angeles Times, var maðurinn í hettupeysu og bar „mjög stórt sverð“ þegar tveir lögregluþjónar komu að honum.

Auglýsing

Kona sem var inni í kirkjunni sendi vini sínum sms og sagði að þar væri staddur „skrýtinn gaur“ sem var að láta „eins og geðsjúklingur.“

Auglýsing

Maðurinn var skotinn á staðnum og báðir lögregluþjónarnir einnig. Lögreglan í Inglewood sagði að maðurinn hefði látist á Ronald Reagan UCLA spítalanum skömmu seinna og að lögregluþjónarnir væru að jafna sig af sárum sínum sem ekki voru alvarleg. Annar var skotinn í handlegg og hinn í höndina. Óvíst er hvort þeir hafi óvart skotið hvorn annan, eða ef árásarmaðurinn var einnig með byssu.

Þetta furðulega atvik er í rannsókn og er lögreglan að vonast eftir að upptökur úr eftirlitsmyndavélum geti varpað enn frekara ljósi á málið.

Vísindakirkjan sendi frá sér yfirlýsingu þar sem lögreglunni er þakkað fyrir að bregðast skjótt við og vernda fólkið þeirra. Einnig segjast þeir styðja yfirvöld og vinni með þeim í framhaldinu.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!