KVENNABLAÐIÐ

Snúa þurfti við flugvél þar sem móðir gleymdi barninu sínu á flugvellinum

Barnauppeldi er allt annað en auðvelt, sérstaklega þegar þú átt mörg. Erfitt er að hafa hemil á sumum börnum og af sumum má ekki af líta í nokkrar sekúndur. En gætir þú hreinlega gleymt barninu þínu á ferðalagi? Það er eitthvað sem gerist bara í bíómyndum á borð við Home Alone og Raising Arizona, er það ekki?

Auglýsing

Móðir nokkur gekk þó í gegnum þannig martröð sem á ábyggilega eftir að sækja á hana það sem eftir er. Konan, sem er frá Saudi-Arabíu lét flugþjónana vita af því þegar flugvélin var komin á loft: Hún gleymdi barninu í biðsal King Abdul Aziz flugvellinum en flugið var frá Jeddah til Kuala Lumpur.

Auglýsing

Flugmaðurinn sendi skilaboð til flugturnsins: „Við biðjum um leyfi til að snúa við, farþegi gleymdi barninu sínu í biðsalnum, aumingja barnið. Guð hjálpi okkur. Fáum við leyfi til að snúa aftur?“ Starfsmaður flugturnsins hváði. „Við sögðum þér það, farþegi gleymdi barninu á flugvellinum og neitar að halda áfram að fljúga.“

Þá var bara þögn á hinum endanum þar til hann sagði: „Ok, komið aftur. Þetta er algerlega nýtt fyrir okkur!“

Allt gekk að óskum og var barninu óhætt.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!