KVENNABLAÐIÐ

Keith Flint úr The Prodigy átti „leynikærustu“ í tvö ár fyrir andlát hans

Eins og kunnugt er lést Keith Flint (49) úr hljómsveitinni The Prodigy á dögunum eftir að hafa tekið eigið líf. Nú hefur komið í ljós að hann átti í „alvarlegu sambandi“ við Faye Kelbie (43), þriggja barna móður í tvö ár. Þau kynntust í gegnum sameiginlega vini í Essex, Bretlandi, en höfðu hætt saman fyrir nokkrum vikum. Þrátt fyrir það héldu þau enn sambandi.

Auglýsing

Faye er sögð vera „í algeru áfalli“ og hún er döpur því hún endaði sambandið, en hann var endalaust á tónleikaferðalögum. Faye á snyrtistofu í Essex og sást hún „útgrátin“ fyrir framan hús Keiths þegar hann fannst þar látinn.

Hús Keiths í Essex sem hann var tregur til að selja eftir skilnaðinn
Hús Keiths í Essex sem hann var tregur til að selja eftir skilnaðinn
Auglýsing

Vinur hennar segir: „Faye óskar þess heitast að hún hefði vitað hversu afar óhamingjusamur hann var og hann átti við geðræn vandamál að stríða. Hefði hún vitað af þeim hefði hún gert allt til að hjálpa honum. Hennar tilfinning er hinsvegar sú að Keith hafi gert upp hug sinn fyrir mörgum vikum – að hann hefði þá ákveðið að enda líf sitt,“ segir hann í viðtali við The Sun.

Keith kvæntist DJ Mayumi Kai árið 2006, en talið er að þau hafi skilið áður en hann lést og hún hefur ekkert tjáð sig. Twittersíða hennar fékk ótrúlega athygli þegar hún deildi frétt um að hennar fyrrverandi væri látinn.

Önnur kona deilir sama nafni og Mayumi og var hún tilneydd til að fá sér enskan túlk þar sem hún talar ekki ensku og lýsa því yfir að hún væri ekki eiginkona hans eða fyrrverandi eiginkona: „Athugið, það hefur orðið mikill misskilningur. Ég er ekki DJ Mayumi sem er kona tónlistarmannsins Keith Flint,“ sagði hún á Instagram en bætti svo við að hún elskaði tónlist Prodigy.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!