KVENNABLAÐIÐ

Fallegustu tvíburasystur í heimi?

Árið 2018 stofnaði móðirin Jaqi Clements Instagramreikning fyrir tvíburadætur sínar, Ava Marie og Leah Rose á sjöunda afmælisdaginn þeirra.

Vinsældir þeirra jukust dag frá degi: „Eftir sex mánuði voru þær komnar með 150.000 fylgjendur” segir Jaqi.

Auglýsing

Í dag hafa þær 1,1 milljón fylgjenda og það eykst bara, dag frá degi.

Fylgjendur hafa sagt þær vera „fallegustu stúlkur í heimi.”

Móðir þeirra segir: „Þetta ár hefur verið mjög skemmtilegt og spennandi fyrir Ava og Leah. Hvort sem það eru verslunarferðir, gjafir frá fyrirtækjum um heim allan eða að taka myndir með aðdáendum hafa stelpurnar átt mjög skemmtilegt ferðalag hingað til. Auðvitað er samt mikilvægast að þær hafa eignast vini á þessu ferðalagi.” Hún segir stelpurnar mæta í skólann og tryggir að fyrirsætuferlarnir þvælist ekki fyrir skólanum: „Öll verk sem við tökum að okkur í gegnum Instagram bóka ég um helgar eða eftir skóla. Þær missa aldrei úr skóla. Ef módelskrifstofan bókar verkefni þá er kennari á settinu til að hjálpa þeim við að læra heima.”

Auglýsing
Þá daga sem stúlkurnar vinna, fara þær á fætur snemma til að keyra til Los Angeles (þar eru flest störfin) og Jaqi segir: „Ef þær eru bara að vinna í fáeina tíma kem ég þeim á óvart og tek þær í mat eða að gera eitthvað skemmtilegt með vinum þeirra í LA.”

„Þá daga sem þær eru ekki að vinna fara þær í skólann, á sundæfingu, dansæfingu eða leika sér úti með vinum í nágrenninu.”

Í fyrstu tók Jaqi myndir af þeim með símanum eða á myndavél. Nú eru allar myndirnar teknar af faglegum ljósmyndurum. Jaqi ákveður hvað fer svo á Instagram.

„Svo margir eru að taka myndir af þeim og ég reyni að hafa þær sem fjölbreyttastar. Marmkiðið er að sýna hversu fjölhæfar þær eru svo það er auðvelt fyrir fyrirtæki að hafa samband og sjá hversu þær eru megnugar,” segir hún.

Stelpurnar hafa ekki aðgang að Instagram þannig þær geta ekki haft samband við fylgjendur en móðir þeirra leyfir þeim að spyrja spurninga og þær fá að lesa svörin. Stundum taka þær myndbönd líka. Jaqi ráðleggur foreldrum sem vilja auka fylgjendahóp sinn á Insta að pósta reglulega, allavega einu sinni á dag, nota mikið af myllumerkjum og vera með flottar myndir: „Hvort sem þú tekur þær eða þær eru teknar af fagmanni – því einstakari og athyglisverðari sem myndin er, því meiri líkur eru á að henni sé deilt og það skilar sér í aukinni athygli og fleiri fylgjendum.“

Jaqi hefur einnig sett á stofn YouTube rás til að fólk geti kynnst persónuleikum þeirra betur: „Við höfum ekki gert mörg myndbönd, en við ætlum að setja allt í að bæta það.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!