KVENNABLAÐIÐ

Óttast að ný mynd um Ted Bundy geti valdið bylgju „hermikrákumorða“

Leikarinn og hjartaknúsarinn Zac Efron er óhugnanlega líkur fjöldamorðingjanum Ted Bundy og leikur hann í nýrri Netflix mynd, Extremely Wicked, Shockingly Evil and Vile. Ekki eru allir sáttir við að mynd um Bundy á 30 ára aftökuafmæli hans eigi erindi við almenning.

Vivian Winters, móðir Susan Rancourt, sem Ted myrti þegar hún var 18 ára gömul árið 1974, sagði í viðtali við Radar að hún voni svo innilega að myndin eigi eftir að veita fórnarlömbunum meiri athygli en ekki morðingjanum.

Auglýsing

„Ég hef heyrt að myndin sýni Ted í jákvæðu ljósi en ég vona að svo verði ekki raunin. Ég hef ekki séð myndina. Ég vil að fórnarlömbin verði upphafin, ekki hann.“

„Þær buðu honum ekki inn í líf sitt. Það sem þær gerðu flestar var að bjóða honum hjálp. Og það urðu stærstu mistök lífs þeirra,“ segir Vivian.

Auglýsing

Eins og Sykur hefur greint frá myrti Bundy að minnsta kosti 30 ungar konur þar til hann var handtekinn og náði svo að sleppa tvisvar úr fangelsi. Hann fékk dauðarefsinguna 11 árum síðar.

„Líf hans á ekki að upphefja,“ sagði Vivian sem er 86 ára. „Ótti minn er sá að það hafi verið og muni kannski verða hermikrákur sem vilja slíka frægð.“

Samt sem áður telur hún að Bundy hefði kannski ekki lifað þessu lífi og hefði hann verið greindur með geðsjúkdóm fyrr.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!