KVENNABLAÐIÐ

Kærasti Demi Lovato ásakaður af ættingjum og vinum um þjófnað

Nýtt ástarsamband Demi Lovato eftir meðferð gæti sett bata hennar í hættu. Eins og Sykur greindi frá er hún komin með nýjan kærasta, tískuhönnuðinn Henry Levy en hann hefur átt í áfengis- og eiturlyfjavanda og fór í sína fyrstu meðferð aðeins 15 ára gamall.

Auglýsing

Demi og Henry eru óaðskiljanleg en hann á nú á málaferlum við fjölskyldu og vini þar sem þeir ásaka hann um að hafa stolið af þeim fé.

Fyrrum starfsmaður fyrirtækis Henrys, Enfants, fór í mál við hann þann 25. júlí 2018 þar sem hann ásakar hann um neyslu eiturlyfja, kynþáttaníð, svindl, ógreidd laun og fleira.

blond

Í nýrri ákæru á hendur Henry sem staðfest var þann 14. desember 2018 er hann sakaður um að stela fé af – í rauninni öllum sem í kringum hann eru með fölskum kreditkortafærslum: „Hann lifði flottum lífsstíl með peningum annarra,“ stendur í ákærunni.

Auglýsing

Henry fór að vinna hjá fyrirtækinu í júní 2014 sem fjármálastjóri og var rekinn í apríl 2018. Starfsmaðurinn segir að hann hafi fjárfest í fyrirtækinu fyrir 170.000 dollara af eigin fé. Var svo logið að honum hversu mikinn hlut hann átti í fyrirtækinu.

Einnig var hann sagður segja „brandara“ um fólk af öðrum uppruna, sérstaklega frá Mexíkó: „Hann var með gyðingahatur líka, hómófóbísk og er mikill rasisti.“

Levy er sagður neita þessum sökum, öllu nema fíkniefnaneyslunni. Hann fór í sína fyrstu meðferð 15 ára og fór ekki í skóla. Hann hefur búið á áfangaheimilium í nokkur ár.

Demi og Henry sáust fyrst saman þann 10 nóvember 2018.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!