KVENNABLAÐIÐ

Afbrýðisöm fyrrverandi rústaði brúðkaupsveislu

Brúðkaup eiga að vera eftirminnileg fyrir fallega athöfn og góða stund með vinum og fjölskyldu, ekki vegna þess að fyrrverandi réðst inn í veisluna og eyðilagði allt.

Þessi martröð átti sér stað hjá hjónum sem giftu sig um daginn. Þegar fyrrverandi eiginkona brúðgumans uppgötvaði að þau væru að ganga í það heilaga varð hún…tja, ekki ánægð, getum við sagt.

Auglýsing

Í stað rómantískra stunda voru öskur, árásir og að lokum: Handtaka.

Sagan var sögð á boredpanda af eiganda kleinuhringjasjoppu sem endaði svo á að koma nýgiftu brúðhjónunum til bjargar. Þessi ónefndi maður sagði að klukkutíma fyrir lokun hafi kona sem sagðist vera veislustjóri brúðkaupsins hringt í búðina. Hún sagðist þurfa að kaupa „alla þá kleinuhringi sem hún gæti. Sagði hún að brúðkaupstertan hefði verið eyðilögð og brúðurin elskaði kleinuhringi og myndi vilja skipta í kleinuhringjaköku.“

Konan mætti svo í búðina innan 10 mínútna og keypti eins mikið af kökum og hún gat. „Hún kláraði allan lagerinn og tók stærsta kleinuhringinn sem er svona hátíðarkleinuhringur. Þegar hún ætlaði að borga sagði ég henni að bíða aðeins. Ég skreytti nokkra með nöfnum brúðhjónanna og skrifaði „Til hamingju“ á einhverja. Hún þakkaði fyrir og fór.“

Auglýsing

brúð2

Nokkrar vikur liðu og eigandinn gleymdi þessu skrýtna atviki – þar til nýgift hjón komu í búðina. Þau þökkuðu starfsfólkinu fyrir að hjálpa þeim og varpa ljósi á hvað gerðist þetta kvöld.

„Brúðguminn átti fyrrverandi sem var ekki í lagi, hún hafði verið að fylgjast með þeim og komst að því að þau ætluðu að gifta sig. Hún reiddist mjög þegar hún áttaði sig. Hún réðst inn í veisluna, greip kökuna og henti henni í hjónin. Þetta var kaka á þremur hæðum!“

Svo fór hún að öskra og greip nokkrar vínflöskur og braut þær á gólfinu. Allir gestirnir fengu sjokk.

Svaramenn náðu taki á henni og lögregla var kölluð til. Konan var ákærð fyrir árás, og árás með vopni (hún notaði brotna vínflösku og sveiflaði henni um) og eyðileggingu.

Kakan var ónýt, kjóll brúðarinnar og mikið drasl út um allt. Einhvernveginn náðu þau að njóta kvöldsins og gerðu gott úr þessu öllu.

Þau gæddu sér á kleinhringjunum úr búðinni og buðu gestunum upp á kleinuhringina.

Eigandi kleinuhringjabúðarinnar sagði: „Brúðurin var hlæjandi og brosandi á öllum myndum, meira að segja með köku og glassúr út um allt. Hún sagði þetta vera eina af þessum sögum sem hún á eftir að segja börnunum og hlæja.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!