KVENNABLAÐIÐ

Brúður biður um ráð vegna gesta sem óhlýðnuðust boðum hennar á brúðkaupsdaginn

Á giftingardaginn er ólíklegt að brúðurin sé pollróleg. Brúðhjónin hafa oftar en ekki gengið í gegnum margra mánaða undirbúning og þau hafa séð fyrir sér draumabrúðkaupið. Það er ekki óeðlilegt að þau vilji að allt gangi snuðrulaust fyrir sig.

Það getur verið að fólk hafi haft skipuleggjanda til að hafa stjórn á öllu – niður í smæstu smaátriði en stundum er það bara brúðurin sem getur ráðið niðurlögum vandræða.

Kona nokkur sem var að ganga í það heilaga upplifði akkúrat þetta. Skipuleggjandinn hafði ekki náð að leysa þetta mál, þannig hún þurfti að gera það.

Auglýsing

Í pósti á samskiptamiðlinum Reddit spurði brúðurin hvort hún hefði gert hið rétta?

Í stuttu máli sagt þá neitaði hún pari um að fagna brúðkaupinu með þeim því þau höfðu börnin sín með og hún vildi ekki að þau eyðilögðu stóra daginn fyrir sér og hafði tekið það oft og mörgum sinnum fram að börn væru ekki velkomin.

bruð2

Hún útskýrði: „Ég er ekki mjög náin þessu pari en konan er fjölskylduvinur þannig mér fannst ég þurfa að bjóða henni.”

Til að vera skýr sagði hún: „Öll boðskortin í giftinguna sögðu að þetta yrði barnlaus veisla – engin börn, en hún og eiginmaðurinn mættu með smábarn og ungabarn. Í athöfninni sjálfri leyfði ég mér ekki að hugsa um þetta. Ég var upptekin – af augljósum ástæðum. Ég hélt líka kannski að þau myndu ekki mæta í veisluna eða hefðu einhvern til að taka krakkana áður en veislan byrjaði.”

Auglýsing

Hún hélt svo áfram: „Allavega veislan var byrjuð og parið mætti og hvað vitiði? Þau eru enn með börnin!”

„Allavega, það voru margir aðrir gestir og mig langaði ekki að eiga við þetta þannig ég bað skipuleggjandann að fara og tala við þau – athuga hvort einhver myndi sækja þau þar sem börn voru ekki leyfð þarna. Allir voru drekkandi, háværir og ruddalegir og að hafa eitt barn grátandi og annað hlaupandi um var ekki hluti af planinu.”

Foreldrarnir fóru þá að rífast við skipuleggjandann og brúðurin þurfti að stíga inn í það: „Þau héldu að ég væri þarna til að bjarga þeim. Þau fóru að úthúða skipuleggjandanum og dónaskapnum í honum. Ég sagðist í raun hafa sent hann þarna til að ræða börnin. Ég sagði aftur að engum börnum hefði verið boðið – það hefði staðið á öllum boðskortum.”

Konan þá „næstum því” afsakaði sig en hélt því fram að hún gæti alveg haft stjórn á því að börnin myndu ekki eyðileggja neitt. Brúðurin var ekki sannfærð. Í raun, eftir einhverjar samræður „snappaði” hún og sagði parinu að þau yrðu að fara.

Hún sagði svo: „Allt umstangið var ótrúlega vandræðalegt og var það sem ég vildi helst forðast af öllu. Ég þoli ekki að brúðkaupsdagurinn minn sé litaður af þessu atviki. Samkvæmt móður minni voru allir að tala um þetta, eitthvað dramatískt atvik. Var ég fáviti að láta þau fara?”

Margir svöruðu póstinum og sögðu að hún hefði ekki gert neitt rangt.

bruð3

„Ef einhver segir engin börn, þýðir það ENGIN börn!”

Annar póstaði: „Að þau skyldu rífast við þig var fáránlegt. Þú átt ekki að þurfa að útskýra eða sannfæra einhvern um af hverju þú vilt ekki krakka í þínu eigin brúðkaupi.”

Sá þriðji sagði: „Þetta sjálfhverfa par sem hélt það þyrfti ekki að fara eftir „barnlausu” reglunni eru bara bjánar! Hvað fer í gegnum hausinn á svona fólki?”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!