KVENNABLAÐIÐ

Ástarbréfin hrannast upp til fjölskyldumorðingjans Chris Watts

Heimurinn var skekinn af óhugnanlegum morðum Chris Watts í Coloradoríki, 33 ára morðingja barnshafandi konu sinnar og dætra þeirra tveggja, Bellu (4) og Celeste (3). Chris kom fram í sjónvarpi til að biðla til almennings um að „leita að Shanann og stelpunum.“ Hann var sólbrúnn og í góðu formi og horfði án þess að blikna í myndavélina í örvæntingu – bað fjölskyldu sína að snúa aftur heim.

Ófrísk kona hans og tvær dætur höfðu horfið.

Innan sólarhrings var hann í járnum. Lögreglan fann konu hans, Shanann Watts (34) grafna í grunnri gröf á olíuleitarsvæði þar sem Chris vann. Fljótandi í nálægum olíutönkum voru dætur hans, Bella og Celeste.

Heimilisofbeldi og morð því tengdu eru algeng og sjaldan ná þau að rata á forsíður heimsfréttanna. Þetta mál var þó öðruvísi. Það innihélt allt til að vekja athygli og rata í heimsmiðlana. Falleg móðir sem skráði allt samviskusamlega á samfélagsmiðla. Hvarf. Meðganga. Og ógeðfelldur, óútskýranlegur glæpur.

Ekki bætti úr skák að fjölskyldan hvar hvít á hörund og „Instagram perfect.“

Eftir að Chris játaði á sig morðin þrjú var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Um leið og málið kláraðist voru þúsundir skjala –  blaðsíðna til um málið.

Auglýsing

Eitt var þó furðulegt í þessum skjölum: Ótal bréf – ástarbréf –  sem send voru til Chris á meðan hann beið dóms. Fyrir sumum konum sem fylgdust með málinu, stundum frá öðrum heimshlutum, var Chris hjartaknúsari – og mögulegur ástmaður.

„Mig langar að kynnast þér svooooo að það er ekki fyndið,“ skrifaði 39 ára kona til hans frá Coloradoríki. „Í alvöru, þú ert í huga mínum hvern einasta dag síðan þú varst í fréttunum.“ Í öðru bréfi sem hún skrifaði til hans sagðist hún verða „glaðasta stelpa á lífi“ ef hann skrifaði henni til baka. Svo skrifaði hún undir með myllumerkinu #TEAMCHRIS, #CHRISISINNOCENT, #LOVEHIM og #SOOOOCUTE.

Erfitt er að skilja af hverju einhver myndi falla fyrir manni sem er þekktur fyrir það eitt að myrða alla fjölskylduna sína. Það er samt eitthvað sem er til, þó flestir skilji það ekki.

Konur sem heillast af morðingjum sem sitja bakvið lás og slá er ekkert nýtt. Alræmdir morðingjar í gegnum söguna hafa alltaf átt aðdáendur, s.s. Ted Bundy og John Wayne Gacy áttu stóran aðdáendahóp.

Fjöldamorðinginn Charles Manson trúlofaðist konu sem hóf að skrifa honum í fangelsið þegar hún var bara unglingur.

Nýlegt dæmi er einnig um Nikolas Crus, morðingjann í Parkland, Flórídaríki – hann hefur einnig fengið ótal ástarbréf. Einnig Steven Avery, aðalsöguhetjan í Netflix þáttunum „Making a Murderer,” sem var dæmdur fyrir að myrða Teresu Halbach. Í þessari viku var önnur kona sem var í bréfaskiptum við Dylann Roof, hvítan öfgamann sem myrti níu svarta dýrkendur árið 2015, handtekin fyrir að hafa áætlað að ráðast á krá.

shann

Sérfræðingar segja í viðtölum við HuffPost segja að dæmum sem þessum fari fjölgandi, því hrifning almennings á raunverulegum glæpum aukist ásamt því að notkun á samfélagsmiðlum færist einnig í aukana.

„Við höfum alltaf dýrkað stjörnurnar okkar,“ segir Sheila Isenberg, sem tók viðtöl við konur sem höfðu þráhyggju gagnvart morðingjum fyrir bókina sína Women Who Love Men Who Kill. „Í fortíðinni voru þetta bara kvikmyndastjörnur. Nú til dags er hver sem er sem gerir eitthvað óvenjulegt orðin stjarna. Jafnvel þó hann hafi framið morð.“

Í grúppum á Facebook eru málin rædd meðal notenda. Á einni slíkri síðu sem helguð er morðum Chris eru 19.000 notendur. Í nýlegum þræði tókust notendur á um hvort leikararnir Ryan Gosling eða Jake Gyllenhaal ættu að leika Chris í kvikmynd.

„Fólk á í samskiptum á rauntíma og talar um málið. Þau geta búið til hetjur úr gæpamönnum. Í dag, frekar en áður, er þetta mjög algengt,“ segir Sheila.

Auglýsing

Konur heillast af Chris Watts, sama hvað hann hefur gert. Þær lýsa aðdáun sinni með hjörtum og margar segja að þær séu afar heillaðar af honum eftir að hafa heyrt um málið. Sumar sögðu að þær teldu ekki að hann hefði myrt börnin sín – hann sagði lögreglunni fyrst að konan hans hefði gert það – á meðan aðrar sögðu að þeim væri slétt sam hvað hefði gerst og þær myndu ekki spyrja hann út í smáatriði.

„Ég veit að ég þekki þig ekki – en mér er ekki sama um þig og hvar þú ert. Ég ræð ekkert við það. Er eitthvað sem þú þarft? Get ég sent þér eitthvað – bók, til dæmis?“ skrifar 29 ára kona í stílabók. „Hatltu höfðinu hátt og vertu sterkur. Í guðanna bænum, þú mátt vita að það eru ókunnugir þarna úti (eins og ég) sem er ekki sama um þig.“

Í þessu bréfi var mynd af konunni í sundfötum.

„Ég mun aldrei spyrja þig um neitt hvað varðar málið,“ skrifar önnur kona sem er 39 ára og er í fangelsi vegna glæps sem tengist fjárdrætti. „Af einhverri ástæðu vil ég vita hvernig þér gengur. Svo, allt sem ég er að reyna að segja, er að ég er hér.“

Konur sem eru heillaðar af morðingjum eru oft í afneitun hvað varðar glæpi þeirr. Þannig geta þær lifað í ævintýraveröls, skv. sérfræðinga sem HuffPost ráðfærði sig við. Það er athyglisvert misræmi milli þeirrar ástaratlota sem lofað er í bréfunum til Chris og ógeðfelldra staðreynda málsins.

Rannsókn sýni rað Shanann var kyrkt af Chris og tók það langan tíma (um tvær til fjórar mínútur). Hann kæfði dóttur sínar til dauða og Bella hafði bitför á tungunni sem sýnir að hún barðist fyrir lífi sínu.

Rannsakendur hallast að því að Chris hafi myrt fjölskylduna því hann stóð í framhjáhaldi og vildi hefja nýtt líf með hjákonunni án óléttrar konunnar og barnanna tveggja. Vikurnar á undan morðinu var Shanann að reyna hvað hún gat til að laga hjónabandið þar sem hún skynjaði fjarlægð hans. Sendi hún líka eiginmanni sínum bókin Hold Me Tight: Seven Conversations for a Lifetime of Love.

Lögreglan fann svo bókina í ruslinu.

Margar ástæður eru fyrir því að konur heillast af morðingjum. Sumar eru hvattar áfram af von um frægð, segir Isenberg. Þær vilja vera í sviðsjósinu og trúa því að vera í sambandi við morðingja af þessari stærðargráðu gæti fært þeim viðtal í fjölmiðlum eða bókarsamning,

„Þær horfa ekki á glæpinn. Þær horfa á frægðina og þær eru ekki einu sinni meðvitaðar um það. Að tengjast morðingjanum fær nafnið þeirra í blöðin.“

Katherine Ramsland, réttarrannsóknarfræðingur við DeSales háskólann segir að í undantekningartilvikum fá konur kynferðislega örvun við að menn sem eru tengdir ógeðfelldum glæpum hafi kenndir til þeirra. Er þetta kallað hybristophilia.

shann2

 

Svo eru sumar konur sem fá eitthvað út úr því að komast í kynni við ofbeldi: Þær eru hvattar áfram af þeirri þörf að næra og verja skjólstæðinginn þrátt fyrir að það sé mjög barnalegt. Þær halda að þær geti „lagað“ manninn sem þær elska. Þær vilja „temja!“ hann.

„Það færir konu vald að trúa því að hún, og engin önnur, geti búið til þetta sérstaka samband sem breytir gaurnum og færir hann í átt að heilbrigði.“

Í mörgum bréfum er Chris hvattur til að halda höfðinu hátt og þær lýsa því hvernig daglegt líf gengur fyrir sig: áhugamál og daglegt líf.

„Þú ert, án gríns, með eitt það vingjarnlegasta andlit sem ég hef séð,“ skrifar ein 35 ára kona frá Ástralíu. „Ég þekki þig ekki neitt, en ég vil ekki að þú sért einn.“

Carole Lieberman, sem skrifaði bókina Bad Boys: Why We Love Them, How to Live With Them and When to Leave Them, sagði að hennar mati væru margar konur sem skrifuðu föngum sem væri að afplána slíka dóma að þær hefðu lágt sjálfsmat.

Oft hafi þessar konur upplifað ofbeldi í fortíðinni:

„Þeim finnst þær ekki ástar verðugar. Þeim finnst að þær verðskuldi erkki mann sem getur gefið þeim neitt og einbeita sér því að þessari tegund manna.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!