KVENNABLAÐIÐ

Meghan Markle braut allar reglur og kom óvænt fram á British Fashion Awards

Enginn segir Meghan hvað hún megi eða megi ekki gera – ekki einu sinni Bretlandsdrottning! Hertogaynjan af Sussex fór aftur í Hollywoodræturnar sínar og kom óvænt fram á bresku tískuverðlaunahátíðinni British Fashion Awards. Þar kynnti hún stolt Clare Waight Keller, sem hannaði brúðarkjólinn hennar og er listrænn stjórnandi Givenchy. Vann hún verðlaun sem besti kvenhönnuður Bretlands það árið.

Auglýsing

mm bump

Meghan (37) var afskaplega glæsileg – í svörtum ermalausum Givenchy gown, með samstæða eyrnalokka og gullarmband. Hún gætti að sívaxandi kúlunni og leit út fyrir að vera afar hamingjusöm. En svo kom „slysið“ – svartar neglur! Þetta getur Meghan kannski leyft sér en vitað er að hvorki Elísabet né Kate Middleton myndu láta sjá sig með slíkt. Kannski eru ekki formlegar reglur skráðar en það eru svo sannarlega óskráðar reglur að ljóst eða litlaust naglalakk er best.

Auglýsing

Í raun hefur Elísabet sjálf verið með naglalakk frá Essie, Ballet Slippers, síðan árið 1989!

Ef þetta var ekki nóg var Meghan í öllu svörtu sem er eitt stórt no-no í konunglegu bókinni. Meghan virtist þó ekkert vera að hugsa um þetta, þannig við gætum verið að sjá fyrstu merki um smá „uppreisnarsegg“ í henni.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!