KVENNABLAÐIÐ

Bruce Springsteen viðurkennir að hann sé á lyfjakokteil eftir ofbeldi föður síns

Söngvarinn og goðsögnin Bruce Springsteen hefur nú játað að hann hafi orðið fyrir miklu andlegu ofbeldi af völdum föður síns þegar hann var barn. Afleiðingin varð niðurbrot og andleg veikindi. Söngvarinn hefur ekki tjáð sig um þetta fyrr en nú í mjög opinskáu viðtali.

Bruce (69) hefur sagt að faðir hans hafi látið hann skammast sín fyrir að líkjast móður sinni. Vildi faðir hans að Bruce hefði verið „meiri töffari“ eins og hann.

Auglýsing

„Móðir mín var afskaplega góð og samúðarfull og tók fullt tillit til tilfinninga annarra,“ sagði Bruce í viðtali við Esquire. „Hún gekk um veröldina með tilgangi, en mjög gætilega og blíðlega. Allt það voru hlutir sem höfðuðu til mín. Þetta var sá sem ég er. Þeir voru mér eðlilegir. Faðir minn sá þessa hluti sem veikleika. Hann var mjög dómharður á hvernig ég var. Og það sendir þig í ævilanga leit að komast til botns í slíku.“

Bruce lýsir föður sínum sem hann hafi haft „andlit Satans,“ og segir að hann hafi tekið það að sér að verða sú rokkaða persóna til að verða samþykktur af honum.

„Þessir sem við elskuðum en fengum ekki, þá hermdum við eftir þeim,“ sagi hann. „Það er eina leiðin til að ná þessu. Svo þegar tíminn kom kaus ég rödd föður míns því það var eitthvað sem var heilagt. Allt sem við vissum um karlmennsku lærðum við af feðrum okkar. Og faðir minn var bæði hetjan mín og minn stærsti fjandmaður.“

Bruce átti alltaf mjög erfitt samband við föður sinn
Bruce átti alltaf mjög erfitt samband við föður sinn
Auglýsing

Þessi leit að samsömun varð þess valdandi að hann brotnaði niður í fyrsta skipti, þá 32 ára.

„Allt sem ég veit er að við eldumst og þessi þyngd af óleystum málum verður þyngri…myn þyngri. Með hverju árinu verður gjaldið sem þarf að greiða af þessari afneitun hærri og hærri. Fyrir löngu síðan byggði ég upp varnir til að standast streitu barnæskunnar, til að bjarga því sem ég átti í sjálfum mér og ég varð ofbeldismaður sjálfur. Ég reiddi mig á þetta til að einangra mig, hverfa frá lífinu, stjórna öðrum og bæla tilfinningarnar á eyðileggjandi hátt. Nú er verið að rukka inn og gjaldið verður greitt í tárum.“

Niðurbrotið neyddi hann til að vinna í sér sjálfum, sem breytti lífi hans að lokum.

Áratugi seinna, eftir þetta niðurbrot játaði faðir Bruce að hann hefði „ekki verið mjög góður við hann.“ Springsteen lýsti þessari játningu sem „ótrúlegasta augnabliki lífs síns“ með föður hans.

Síðar var faðir hans greindur með ofsóknargeðklofa (e. paranoid schizophrenia)

„Ég hef komist svo nálægt geðsjúkdómum að ég veit að ég er ekki alveg heill sjálfur,“ segir Bruce. „Ég hef þurft að eiga við ýmislegt í gegnum árin og er á allskonar lyfjum til að halda mér góðum; annars get ég farið að sveiflast mjög og…bara….hjólin geta dottið af. Svo við þurfum að fylgjast með í fjölskyldunni. Ég þarf að fylgjast með börnunum mínum og ég hef verið heppinn þar.“

Annað niðurbrotið varð skömmu fyrir sextugt

„Þetta var áfall sem var talið þunglyndi í uppnámi (e. agitated depression). Á þessum tíma leið mér svo ofboðslega illa í eigin skinni að ég vildi bara ÚT. Það var hættulegt og færir manni óvelkomnar hugsanir.“

Bruce segir, aðspurður, að hann hafi aldrei reynt að taka eigið líf en hvort hann hafi íhugað það segir: „Mér leið einu sinni svo illa að ég hugsaði – ég veit ekki hvort ég get lifað svona. Það var eins og ég hefði fest mig í einhverjum kassa þar sem ég gat ekki ratað út og tilfinningarnar voru algerlega óbærilegar.“

Bruce ásamt móður sinni og fjölskyldu
Bruce ásamt móður sinni og fjölskyldu

Þegar hann var spurður um hvort hann hefði átt að leggjast inn á spítala sagði hann: „Enginn sagði að ég ætti að vera þar…ég hafði nokkra góða lækna. Því miður var það í ágúst. Það er þá sem þeir hverfa allir.“

Hann hélt áfram: „Allt sem ég man var að mér leið virkilega illa og var kallandi á hjálp. Ég var kannski nálægt því og í stuttan tíma í einu. Ég veit ekki hvað þetta var langur tími. Ég get ekki sagt það. Voru þetta tvær vikur? Var þetta mánuður? Lengri tími? En þetta var slæmt og það kom bara…Einu sinni aftur: DNA. Þetta kemur vegna rótanna sem ég er alinn upp við, sérstaklega út frá hlið föður míns, þar sem ég þurfti að sætta mig við að ég hafði hluti hið innra sem gátu leitt mig á slæma staði.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!