KVENNABLAÐIÐ

Sérstök aðstoðarkona Meghan Markle er hætt eftir aðeins hálft ár í starfi

Ekki auðveld í samstarfi? Kona sem er einungis skilgreind í fjölmiðlum sem „Melissa“ er sögð hafa hætt skyndilega sem sérstök aðstoðarkona Meghan Markle eftir aðeins sex mánuði í starfi. Á þetta að hafa gerst stuttu eftir að Meghan gekk að eiga Harry Bretaprins í maí.

Auglýsing

Heimildarmaður innan hallarinnar tjáði sig við fréttamanninn Richard Eden hjá Daily Mail: „Þetta var í raun áfall. Af hverju hefði hún átt að hætta í svo merkilegu starfi svo skjótt? Melissa er afskaplega hæfileikaríkur einstaklingur. Hún spilaði mjög mikilvægt hlutverk í konunglega brúðkaupinu og verður sárt saknað innan hallarinnar.“

Er Melissa talin hafa snarminnkað skaðann í kringum skandal Thomas Markle, föður Meghan í kringum brúðkaupið og allt vesenið á honum. Thomas leiddi ekki Meghan að altarinu eða kom til Bretlands eftir að hafa sagst fengið hjartaáfall. Charles Bretaprins leiddi því Meghan að altarinu eins og kunnugt er.

Auglýsing

Kensingtonhöll hefur ekki tjáð sig um brotthvarf „Melissu.“

Robert Jobson hefur sagt í nýrri bók um Charles Bretaprins, Charles at 70: Thoughts, Hopes and Dreams, að fyrir brúðkaupið hafi Harry öskrað þegar ágreiningur kom upp um ákveðið málefni: „Það sem Meghan vill, fær hún!“

Drottningin á einnig að hafa varað Harry við stjórnsemi Meghan eftir fjaðrafok sem átti sér stað þegar Meghan gat ekki ákveðið hvaða kórónu hún ætti að vera með á brúðkaupsdaginn. Að lokum var hún með demantskórónu sem drottningin valdi.

Meghan og Harry munu nú eignast konunglegt barn og er áætlað að það komi í heiminn þann 2. maí næstkomandi. Ætlar Meghan að velja náttúrulega fæðingu: „Hún ætlar að hafa fæðinguna sem náttúrulegasta til hún geti montað sig við vini sína í L.A. að hún hafi gengið í gegnum þetta án lyfja,“ sagði heimildarmaður í viðtali við Radar.

Þrátt fyrir þetta plan hennar getur höllin ákveðið annað því öryggi barnsins á að vera í fyrsta sæti. Þrátt fyrir það er „Meghan harðákveðin að hafa þetta eins og hún vill.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!