KVENNABLAÐIÐ

Charles Bretaprins hefur afar furðulegar morgunvenjur

Vegna stöðu sinnar getur Charles Bretaprins, komandi konungur, látið eins og hann vill. Þjónustufólk er tilbúið að verða við hans óskum 24 tíma á dag. Það eldar matinn, býr um rúmið og hjálpar honum við allskonar. Reyndar er hann kallaður „dekurprinsinn“ í höllinni.

Paul Burrell, fyrrum bryti og góður vinur Díönu heitinnar, hefur nú sagt frá afar stífu morgunprógrammi Charles Bretaprins. Hann þarf semsagt mikla hjálp frá starfsfólkinu.

Auglýsing

Paul kom fram í viðtali í heimildarþáttunum Serving the Royals: Inside the Firm hjá Amazon Prime og sagði: „Náttfötin hans eru straujuð á hverjum morgni, skóreimarnar á skónum eru pressaðar flatar með járni, tappinn í baðinu verður að snúa á ákveðinn hátt og hitinn á vatninu verður að vera á ákveðinn hátt.“

Auglýsing

kallo go

Hugsanlega er þó tannburstunarrútínan einna furðulegust en Charles fær einn af þjónustufólkinu til að kreista sentimeter af tannkremi á tannburstann alla morgna.

Fyrr í vikunni sagði Harry Bretaprins að gert hafi verið grín að honum þegar hann var yngri, því hann „erfði“ þessa furðulegu venju pabba síns! Skal engan undra…

Í nýrri heimildarmynd BBC í tilefni sjötugsafmælis Charles segir Harry: „Ég fékk harða útreið í skólanum fyrir að tína upp rusl. Þegar þú ferð í göngutúr, ef þú sérð eitthvað sem stingur í stúf, áttu að tína það upp. Áður en þú veist af segir einhver: „Hvað ertu að gera?“ Ég hef alltaf gert þetta og er forritaður því pabbi minn gerði þetta alltaf. Og í rauninni ættum við öll að gera það.“

William prins hefur einnig sagt frá þessu og sagði í eitt sinn að pabbi þeirra hefði farið með þá að tína rusl þegar þeir voru krakkar. Þegar fjölskyldan var í fríi í Norfolk sendi Charles strákana út með ruslatínu og plastpoka og lét þá tína upp rusl á ákveðnum svæðum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!