KVENNABLAÐIÐ

Orð og orðasambönd sem börn nota til að tjá kvíða

Þegar um börn er að ræða getur verið erfitt að tjá líðan sína. Við höldum að allt sem í gangi er í höfði okkar sé „eðlilegt” þannig að biðja um hjálp getur verið það síðasta sem okkur dettur í hug. Þegar við vorum börn skildum við sennilega ekki mikið hvað væri í gangi. Við reyndum frekar að „þrauka” þegar okkur leið illa – hvert á sinn hátt.

Auglýsing

Nú þegar við erum eldri og horfum til baka áttum við okkur á að við að við höfðum sennilega verið haldin kvíða í einhvern tíma – við bara áttuðum okkur ekki á því.

Þessvegna er ágætt að skoða hvað börn segja þegar þau finna fyrir kvíða. Líklegt er að við þekkjum ekki einkennin þegar börnin eru í raun að segja okkur: „Ég er kvíðin/n”.

Þetta gæti verið tákn um kvíða:

„Hvað er að mér?”

„Ég áttaði mig ekki á að ég var haldin kvíða og ekki foreldrar mínir heldur. Þau héldu bara að ég væri „dramatísk” þegar ég fór að gráta. „Hvað er að mér?” átti ég til að segja. Mér hefur alltaf þótt gaman að tala, þannig að þegar ég þagði var kvíðinn búinn að ná tökum á mér.”— Kylie L.

„Ég er þreytt/ur”

„Þegar ég var krakki átti ég við miklar svefntruflanir að etja í langan tíma. Allt heila ferlið af því að fara í skóla, komast í gegnum daginn, reyna að verða ekki fyrir einelti og að koma heim var æft í huganum kvöldið áður. – Julie A.

Auglýsing

„Ég er með höfuðverk”

„Ég hafði yfirleitt afsökun fyrir að líða illa oft og mörgum sinnum til að þurfa ekki að fara í skólann. Ég hafði ekki hugmynd um að ég væri kvíðin en þetta er rökrétt þegar ég horfi til baka. Ég var ekki bara „löt” í þá daga.” – Ada T.

„Það var auðveldara að útskýra eitthvað líkamlegt frekar en það sem var ósýnilegt.” — Joanna L.

axxx

„Fyrirgefðu”

„Ég var stöðugt að afsaka mig fyrir hluti sem skiptu ekki máli. Ég er enn að eiga við þetta vandamál, ég er enn að biðjast afsökunar á smávægilegum hlutum og svo er ég þögul í erfiðum aðstæðum.” — Teresa R.

„Getum við verið heima?”

„Ég þoldi ekki að fara út því hávaðinn fór með mig. Nú, sem fullorðin, reyni ég að hafa hlutina í jafnvægi en það er enn áskorun fyrir mig.” — Elyse B.

„Gerð þú það”

„Ég átti svo efitt með að taka ákvarðanir, t.d. panta mat þannig ég sagði öllum bara að panta fyrir mig.”

„Getum við farið núna?”

„Ég sagði þetta alltaf þegar við vorum með fólki, jafnvel bara fleirum en tveimur, því það vakti hjá mér kvíða. Ég gat ekki beðið eftir að viðburðir eða fundir væru búnir.” — Shannon C.

„Ekki fara frá mér”

Ég var mjög kvíðin vegna aðskilnaðarkvíða þegar ég var krakki. Ég hélt að fólk myndi skilja mig eftir ef ég væri ekki nógu góð og það væri mér að kenna. – Jennifer P.

„Alltaf þegar foreldrar mínir vildu fá frí frá mér, grátbað ég þau um að fara ekki því ég var of kvíðinn. Eða ef þau sóttu mig ekki á hárrettum tíma og skildu mig eftir hjá barnfóstru hringdi ég stöðugt þar til þau komu.” — Riley S.

„Ég vil fara heim”

„Ég sagði þetta í hvert einasta skipti sem pabbi fór með mig til mömmu og hann varð alltaf mjög ringlaður. — Megan G.

„Geturðu kveikt ljósin á ganginum?”

„Ég lifði í stöðugum ótta í nokkur á að einhver myndi koma inn í herbergið mitt og ræna mér. Ljósið hjálpaði ekkert. Ég lá í rúminu í tvo tíma og beið. Ég svaf aldrei vel — Laura R.

„Ekki neyða mig”

„Ég sagði foreldrum mínum þetta alltaf þegar ég vildi ekki fara í skólann.” — Josephine C.

„Mér líður óþægilega í líkamanum”

„Ég sagði alltaf: „Ég er óþægileg, mér líður óþægilega. Ég vissi ekkert hvað þetta var þá en nokkrum árum seinna áttaði ég mig.” — Barb S.

„Ég er lasin/n”
„Ég sagði oft, „mér er illt í maganum.” Í dag er þetta enn mjög tengt – maginn og tilfinningarnar.”— Carrie M.

„Mér er illt í maganum. Ég man eftir að hafa verið send heim oft vegna þess mér var illt í maganum og enginn vissi hvað væri að mér. Þegar ég kom heim lagaðist maginn og allt var í lagi. Ég gat ekki vitað að ég væri kvíðin.”— Rebecca R.

ax0

„Ég vil það ekki!”

„Sonur minn, 10 ára, er kvíðinn og hann vill sjaldan gera eitthvað nýtt. Hann spyrnir við fótum og notar allar afsaknir í bókinni þegar eitthvað nýtt er á dagskrá.” — Reba S.

Heimild: TheMighty.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!