KVENNABLAÐIÐ

Leikkonan Daryl Hannah og söngvarinn Neil Young gengin í hjónaband

Söngvarinn og lagahöfundurinn Neil Young (72) og leikkonan sem þekktust var fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Splash, Daryl Hannah (57) gengu að eiga hvort annað við litla athöfn í Washingtonríki um helgina.

Auglýsing

Fór athöfnin fram á snekkju Neils í Atascadero, nálægt San Juan eyjum. Gítarleikarinn Mark Miller óskaði parinu til hamingju á Facebook en hafði ekki farið í brúðkaupið sjálfur: „Ég vissi bara af því því einn vinur minn var við athöfnina í Atascadero og tilkynnti það á sinni síðu.“

daryl

Daryl póstaði á Instagram daginn eftir – mynd af uglu með textanum: „Einhver er að fylgjast með okkur…ást og bara ást.“
Daryl og Neil hafa verið að hittast síðan 2014, þegar Neil sótti um skilnað frá konu sinni Pegi Young til 36 ára. Neil sagði af fjölmiðlafári í kjölfarið: „Við pælum ekkert í því. Það skiptir engu máli. Okkur er skítsama. Þeir vita ekkert um hvað þeir tala. Ef þeir vissu það er okkur alveg sama samt. Það sem skiptir máli erum við en ekki fjölmiðlar.“

someone’s watching over us…. love & only love

A post shared by Daryl Hannah (@dhlovelife) on

Auglýsing

Neil kom fram í Netflix myndinni Paradox á þessu ári en Hannah leikstýrði þessum vestra-söngleik.

Neil hefur verið iðinn við kolann og hefur hann gefið út sex plötur á síðastliðnum fjórum árum.

Hannah heldur áfram að leika – nýjasta hlutverkið var Angelica Turing í sci-fi Netflix seríunum Sense8, sem kom út í júní á þessu ári.

Þau eru bæði talsmenn náttúruverndar og hika ekki við að mótmæla. Hannah hefur verið handtekin vegna slíks oft og mörgum sinnum, m.a. tvisvar fyrir framan Hvíta húsið og hún og Neil hafa staðið fyrir mótmælagöngum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!