KVENNABLAÐIÐ

Þrír ættliðir kvenna halda listasýningu á Ítalíu

Þær Ólöf Oddgeirsdóttir (65), Guðbjörg Magnúsdóttir (41) og Katla Birgisdóttir (9) eru allar úr Mosfellsbænum og halda nú listasýningu í Bagnone í Toscana á Ítalíu. Þær eru afar fjöhæfar konur og sameina krafta sína á skemmtilegan hátt. Sýningin er opin til 30. ágúst og hvetjum við að sjálfsögðu alla Íslendinga sem staddir eru á svæðinu að kíkja á sýninguna!

Mæðgunar Guðbjörg og Katla á sýningunni
Mæðgunar Guðbjörg og Katla á sýningunni
Auglýsing

Ólöf Oddgeirsdóttir – mamman og amman – fæddist í Reykjavík en flutti í Mosfellsbæinn árið 1975. Hún lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands. Síðar lauk hún námi frá málaradeild Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og stundaði nám í listfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur lengst af starfað við hjúkrun og kennt myndlist en jafnframt tekið virkan þátt í verkefnum og sýningarhaldi tengdu myndlist. Fram undir þetta hefur hún búið og starfað að Álafossi í Mosfellsbæ haft þar vinnustofu og staðið fyrir myndlistarsýningum. Nú hefur lífið þó tekið aðra stefnu, þar sem hún er flutt frá Álafossi og hætt að starfa við hjúkrun.

Verk eftir Ólöfu. Eiginmaður hennar, Magnús, kemur því fyrir
Verk eftir Ólöfu. Eiginmaður hennar, Magnús, kemur því fyrir
Guðbjörg segir: „Þetta er stofan okka hér úti og allt er upprunalegt þar inni nema börnin. Þessi stíll er mjög algengur á þessu svæði og reynum við að skila áhrifum umhverfisins í verkum okkar."
Guðbjörg segir: „Þetta er stofan okkar hér úti og allt er upprunalegt þar inni nema börnin. Þessi stíll er mjög algengur á þessu svæði og reynum við að skila áhrifum umhverfisins í verkum okkar.“
Auglýsing

Guðbjörg, dóttir hennar er fædd í Mosfellsbæ og býr þar enn. Hún lauk fyrst námi frá ítölskudeild Háskóla Íslands og síðan nam hún ferðamálafræði og fararstjórn frá sama skóla. Samhliða stundaði hún nám í ljósmyndun í Ljósmyndaskólanum og lauk þaðan námi ári 2015. Hún hefur starfað í ferðaþjónustu sem skipuleggjandi hvataferða og rekið eigið fyrirtæki í gistiþjónustu. Jafnframt hefur hún starfað sem „freelance” ljósmyndari, tekið að sér ljósmyndaverkefni, rekið eigið studió og tekið þátt í sýningum.

Myndir eftir Guðbjörgu
Myndir eftir Guðbjörgu

Katla – sú yngsta – er að verða 9 ára í næsta mánuði og er í grunnskólanum að Brúarlandi í Mosfellsbæ. Guðbjörg segir að snemma hafi hún og eiginmaðurinn séð að Katla hafði mikla sköpunarþörf og var hugmyndarík í þeim efnum. Ennfremur segir hún: „Það hefur skilað sér í færni í teikningu, gerð þrívíðra verka og saumaskap. Hún er ennfremur nemandi tónlistarskóla Mosfellsbæjar þar sem hún lærir þverflautuleik. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þroska hennar á því sviði.”

Verk eftir Kötlu
Verk eftir Kötlu

Þær Ólöf, Katla og Guðbjörg sáu fram á að eyða heilu sumri á Ítalíu þannig þær vildu nota tækifærið og standa fyrir sýningu á verkum sínum: Guðbjörg segir: „Við höfum verið eins og farfuglar [hér á Ítalíu] í 14 ár komið hingað á sumrin og farið heim á haustin. Við höfum kynnst mörgum hér og erum farnar að kannast við andlit bæjarins. Okkur fannst kominn tími til að kynna fyrir bæjarbúum og öðrum hvað við höfum verið að fást við og hvernig vera okkar á þessum ólíku stöðum hefur haft áhrif á það.”

Verk eftir Kötlu
Verk eftir Kötlu

Guðbjörg var á Ítalíu sem unglingur, lærið málið og kynntist fólki sem síðar varð til þess að þær og fjölskyldan hafa haldið góðum tengslum við svæðið sem, eins og áður sagði, heitir Lunigiana. Þær segja að þarna sé að finna náttúrufegurð, matarmenningu, mannlífinu og ekki síst góða veðráttu. „Okkur líður vel hér með góðu fólki,” segja þær.

Sýningargestir
Sýningargestir

Þær opnuðu sýninguna með pomp og prakt þann 21. ágúst með stuðningi bæjarfélagsins og aðstoð samtaka kvenna sem heita Donne Di Luna. Þær segja: „Þetta eru hörkukonur sem taka að sér skipulag menningarviðburða og góðgerðarmála hér á svæðinu. Undir þeirra stjórn var opnunin hin glæsilegasta, vel sótt og ánægjuleg. Við hittum hér fjöldann allan af áhugaverðu fólki, bæði fólki sem við þekkjum og öðrum sem við þekktum ekki fyrir.”

italia4

Aðspurðar segjast þær örugglega halda áfram að sýna verkin sín, hver í sínu lagi eins og þær hafa gert nokkuð reglulega: „Vonandi fáum við tækifæri til að vinna allar seman aftur fljótlega, það hefur verið skemmtileg og gefandi reynsla!”

italia6

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!