KVENNABLAÐIÐ

„Ég giftist litla bróður mínum“

Debby Zutant (50) fékk meira en hún óskaði sér þegar hún hitti loks litla bróður sinn sem hún hafði verið án svo lengi. Hér er saga Debbyar, með hennar eigin orðum:

Ég fór að hitta lækninn minn í reglubundnu eftirliti. Þegar hann spurði: „Hvernig er fjölskyldusagan þín?“ andvarpaði ég því ég hugsaði um þessa flóknu sögu mína.

Ég var ættleidd þegar ég var þriggja vikna. Líffræðilegir foreldrar mínir – John og Mary – voru bara 15 ára þegar þau eignuðust mig. Þar sem mamma var alin upp á strangan, kaþólskan hátt, var henni ekki leyft að halda mér.

Ég átti frábæra æsku með yndislegu pari sem ættleiddi mig, ásamt ættleiddum bróður. Þrátt fyrir að eiga kærleiksríka fjölskyldu fannst mér samt alltaf eitthvað vanta. Svo, þegar ég var 35 ára, réði ég einkaspæjara til að finna líffræðilegu fjölskylduna mína.

Auglýsing

Eftir hálft ár kom að því – ég hitti foreldra mína sem voru glaðir að sjá mig. Þegar ég sá móður mína, sem hafði fætt mig, faðmaði hún mig að sér. Þegar ég hitti pabba, dró hann upp velkta mynd úr veskinu sínu. Það var mynd af mér þegar ég var barn: „Ég hef gengið með hana síðan þú fæddist“ sagði hann.

Pabbi sagði mér líka frá Joe, frá hans seinna hjónabandi. Um ári seinna var ég í fjölskylduboði þar sem frændi minn kynnti mig fyrir Joe. Þegar ég horfði í augu hans virtist veröldin stöðvast: „Gaman að hitta þig,“ sagði hann.

Furðuleg tilfinning skók mig. Þetta var ekki systkinakærleikur – þetta var ást við fyrstu sýn. Ég fann hrollinn. Hann var bróðir minn! Við vorum skyld.

Eftir að hafa átt stutt spjall fór ég heim úr veislunni. En Joe hafði fengið númerið mitt og þegar hann bauð mér út daginn eftir samþykkti ég. Eftir það sagði hann: „Má ég hitta þig aftur á morgun?“

Þegar ég var að taka mig til vandaði ég mig við farðann og setti á mig ilmvatn. Hey, þú ert að hegða þér eins og þú sért að fara á stefnumót! hugsaði ég. „Hvað er að þér?“ sagði ég við sjálfa sig.

Á veitingastaðnum átti eitthvað sér stað…ótrúleg tenging.

Joe var þá 23 ára, 12 árum yngri en ég. En hann virtist finna hið sama: „Mér finnst þú gullfalleg,“ játaði hann. Við spjölluðum góða stund og svo játuðu við fyrir hvort öðru að við fyndum eitthvað ótrúlegt við hvort annað. Við vildum ekki að kvöldið endaði og ég bauð Joe heim til mín.

Auglýsing

Þegar við fikruðum okkur nær hvort öðru í sófanum var helmingurinn af mér sem sagði að þetta væri ógeðslegt, en hinn helmingurinn vildi ólmur kynnast því hvað myndi gerast næst. Við fórum að kyssast og færðum okkur í svefnherbergið. Það var ekki ógeðfellt, það var ótrúlega eðlilegt allt saman. Næsta morgun skammaðist ég mín samt ótrúlega.

je22

Þegar Joe fór, gúglaði ég þessa hrifningu – að hrífast af hálfbróður sínum á þennan hátt. Ég gerði mér fljótt grein fyrir að þetta væri ekki einsdæmi. Þeir áttu jafnvel heiti yfir þetta – genetic sexual attraction (GSA). Það er þegar tveir fjölskyldumeðlimir alast upp á sitthvorum staðnum og hittast sem fullorðnir og finna kynferðislega tengingu. „Ok, ég er ekki frík, þrátt fyrir allt,“ hugsaði ég.

Viku seinna flutti Joe inn til mín. Við leyfðum fólki að trúa að við værum systkini að tengjast eftir langan tíma. Bakvið luktar dyr vorum við samt par. Í hvert skipti sem ég vildi ræða þetta við Joe, eyddi hann talinu. En ég þurfti nauðsynlega að tala við einhvern, svo ég talaði við móður mína sem ættleiddi mig: „Ég hef vitað þetta lengi, Debby. Ég var bara að bíða eftir að þú segðir mér það,“ sagði hún. Þetta var ótrúlegur léttir.

Árið 2012 höfðum við verið saman í níu ár. Við ákváðum að flytja á brott, út á land: „Enginn veit að við erum systkini hérna,“ sagði Joe. „Við kynnum okkur bara sem par.“ Vá, hvað ég var fegin að geta hætt feluleiknum.

Pabbi okkar lést, því miður, áður en við náðum að segja honum frá þessu. En smátt og smátt fórum við að viðurkenna fyrir vinum og fjölskyldu þar til allir vissu af þessu. Allir nema pabbi minn sem ættleiddi mig. Ég var of hrædd til að segja honum frá því.

Einn daginn vorum við Joe að horfa á sjóinn: „Giftum okkur,“ sagði hann við mig. Við fórum því til sýslumanns að gera það formlegt.

Þann 3. október, 2015 gengum við í það heilaga í skipi á leið til Kúbu. Þó það sé ólöglegt að giftast systkini sínu, vorum við of ástfangin til að hugsa um það. Við vorum með ólík eftirnöfn þannig engan grunaði að við værum skyld.

Þegar við komum heim vissi ég að ég þyrfti að segja pabba frá þessu: „Ég hef haldið þessu leyndu í áratug…ég verð að segja þér – Joe og ég erum par.“

„Deb, ef þú ert ánægð, finnst mér það í lagi,“ sagði hann.

Með vini sínum Gary og foreldrunum sem ættleiddu hana
Með vini sínum Gary og foreldrunum sem ættleiddu hana

Þetta var mjög frelsandi. Við héldum seinni brúðkaupsveisluna okkar nokkrum vikum seinna og öll fjölskyldan mætti. Það var eins og staðfesting á því að allir samþykktu Joe og mig eins og við vorum. Nú er okkur alveg sama hvað öðrum finnst.

Auglýsing

Við höfum verið saman í 15 ár og gift í þrjú. Við viljum ekki börn, við erum glöð að vera bara tvö. Fólki finnst þetta skrýtið og ég skil það. Ef það myndi kynnast okkur myndi það samt sjá að við erum bara venjulegt fólk. Þú getur ekki ráðið af hverjum þú verður ástfangin/n. Þar sem við erum bæði hamingjusöm er það allt sem skiptir máli.

Þýtt og endursagt úr that’s life!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!