KVENNABLAÐIÐ

Strendurnar á Spáni eru yfirfullar: Enn meiri hiti á leiðinni

Nú er komið að því sem margir óttuðust: Veðrið í Evrópu hefur náð hámarki og margir ferðalangar óska þess heitast að vera (kannski) á Íslandi þar sem veðrið er enn „þolanlegt“ – þ.e. 10-16 gráður.

Auglýsing

bene55

Fólk hefur flykkst á strendur Evrópu í dag og er suðurstönd Spánar sérstaklega annasöm í dag. Myndir þessar eru teknar á einnu vinsælustu sólarströd Spánar í dag, nánar tiltekið á Benidorm, sem Íslendingar þekkja margir vel.

bene8

Sóldýrkendur hafa fjölmennt á ströndinni en þessa dagana varð heitast þar um 33°C. Einnig er ódýrt fyrir flesta að fara þangað, enda mikið framboð af hótelum sem eru með allt innifalið. Það er þó skrýtið að sjá ströndina svona – hún er gersamlega yfirfull af fólki. Svo virðist sem lítið pláss sé fyrir allt þetta fólk.

Auglýsing

bene5

Sjórinn er hreinlega pakkaður af fólki sem leitar skjóls vegna hitans og ekki eru líkur á að hitabyrgjan sé í rénun þar sem búist er við næstum 50°C hita í Portúgal á næstunni og 48°C á Spáni. Er talið að á laugardag (4.8.´18) sé einn heitasti dagur sögunnar á þessum svæðum.

bene3

Mesti hiti sem hefur mælst í Evrópu er 48°C í Aþenu, Grikklandi árið 1977. Á Spani er hæsti hiti mældur 47.3°C, árið 2017. Mesti hiti í Portúgal hefur mælst 47.4°C, árið 2003.

Varað er við þessum mikla hita. Veðurfræðingur hjá Met Office,Richard Miles, segir: „48C er raunverulegur hiti á þessum svæðum, sérstaklega í upplöndum Portúgals og Spánar. Hættan er þó sú að þar gæti verið enn heitara. Fólk ætti að fara varlega.“

bene2

Til gamans má geta að mesti hiti sem mælst hefur er 56.7°C (134F), þann 10. júlí 1913 í Death Valley, Kaliforníuríki, Bandaríkjunum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!