KVENNABLAÐIÐ

Bretadrottning bannar einn uppáhaldsrétt Meghan Markle

Konunglegi kokkur Buckinghamhallar, Darren McGrady, hefur játað að fæðutegund sem Meghan Markle hreinlega dáir, er bönnuð. Það eru ýmsar reglur varðandi mataræði konungfjölskyldunnar sem óttast til dæmis fæðuofnæmi eða -eitrun.

Meghan Markle þarf að aðlagast ýmsum reglum og hvernig eigi að koma fram eftir að hún varð hertogaynjan af Sussex. Því miður felur þetta einnig í sér það sem fer ofan í hana.

Auglýsing

Kolvetni, samkvæmt Darren, eru yfirleitt framreidd í höllinni. Drottningin sjálf er ekki hrifin af pasta, hrísgrjónum og kartöflum.

Pastað er hinsvegar eitt af því sem Meghan elskar. Árið 2013 sagði hún í viðtali við The New Potato að „auðveldur kvöldverður með sjávarréttum og pasta“ væri hennar uppáhalds matur. Rétturinn sem hún tilgreindi var pasta með hægelduðu zucchini (kúrbít). Kúrbíturinn er eldaður í fimm tíma þar til hann brotnar niður í „ótrúlega nautnalegt mauk“ sem svo er hrært út í pastað: „Þessi sósa er svo kremkennd að þú gætir haldið að það væri fullt af smjöri og olíu í því en það er bara kúrbíturinn, vatn og smá grænmetiskraftur,“ sagði hertogaynjan.

Auglýsing

En af þessu leiðir að hún má ekki lengur borða aðra fæðutegund: Sjávarrétti.

Darren segir: „Það er skynsamlegt að hætta að borða sjávarrétti þegar þau eru í opinberum erindagjörðum. Við viljum ekki að meðlimur fjölskyldunnar fái matareitrun, sérstaklega ekki erlendis.“ Svo bætir hann við: „Eins og skelfiskur væri líka gott að fæðutegund eins og foie gras (gæsalifrarkæfa) myndu ekki verða snæddar.“

Aðrar reglur sem Meghan þarf að fylgja eru að hún má ekki kjósa, taka „selfie,“ ekki gefa eiginhandaráritanir og hún þarf alltaf að ferðast í svörtu ef fjölskyldumeðlimur kynni að láta lífið.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!