KVENNABLAÐIÐ

Þjófur málaði andlit sitt grænt til að lögreglan næði honum ekki

Glæpamenn eru misgáfaðir, það verður að segjast eins og er. Ungur, rússneskur þjófur málaði andlit sitt grænt til að vitni ættu erfiðara með að bera kennsl á hann. Til að eyðileggja söguna fyrir ykkur: Það virkaði ekki.

Auglýsing

Lögreglan í rússnesku borginni Krasnodar handtók 23 ára gamlan mann sem var sakaður um að stela kvenveski á lestarstöð. Samkvæmt yfirlýsingu lögreglunnar sagði brotaþoli við lögreglu að veski hennar hafði verið stolið meðan hún beið eftir lest. Var teymi sent á staðinn til að hafa uppi á þjófnum. Þegar lögregla yfirheyrði sjónarvotta kom í ljós að þjófurinn hafði frekar óvenjulegt útlit. Andlit hans var nefnilega grænt.

Ekki þarf að hafa um það mörg orð – grænmálaður maður stingur í stúf hvar sem er, meira að segja í 750.000 manna borg eins og Krasnodar, þannig lögreglan átti ekki í minnstu vandræðum með að finna og handtaka þennan óvenjulega glæpamann. Í raun náði hún honum svo fljótt að hann var ekki einu sinni búinn að losa sig við veskið þannig konan fékk alla hlutina sína aftur.

Auglýsing

Það óvenjulega við þessa frétt er kannski það að aðspurður sagði hinn 23 ára þjófur að hann hafði málað sig grænan til að erfiðara væri að þekkja hann. Hann hefur sennilega lært sína lexíu – lambhúshetta væri sennilega betri næst. Það er t.d. hægt að taka hana af sér eftir þjófnaðinn.

Var hann ákærður fyrir þjófnað og fangelsið bíður hans.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!