KVENNABLAÐIÐ

Pink kosin „fallegasta kona ársins 2018″

Söngkonan Pink er uppáhald margra og hefur hún nú hlotið nafnbótina „Fallegasta kona ársins 2018!“ Pink heitir réttu nafni Alecia Moore er á forsíðu People tímaritsins sem nú er nýkomið út með eiginmanni sínum Carey Hart og börnunum Willow (6) og Jameson (1).

Auglýsing

Ritstjóri People Jess Cagle útskýrði að þau vildu fagna allskonar fegurð: „Í gegnum árin hefur þetta tiltekna tölublað þróast (50 Most Beautiful,’ ‘Most Beautiful Woman,’ o.s.frv.), en orðið „fallegasta“ hefur alltaf verið hluti af því. Við ætlum nú að kalla „fallega tölublaðið“ til að taka af allan efa að þetta er ekki fegurðarsamkeppni. Ekkert annað hefur breyst. Eins og alltaf verða í tölublaðinu fallegar konur (og nokkrir karlmenn) af ýmsum stærðum, gerðum og litum og það mun fagna fallegustu eiginleikum allra: Styrk, mannúð og listrænum hæfileikum.“

ppople

Lýsir blaðið Pink sem konu „sem tikkar í öll boxin. Hún er listamaður, móðir og fyrirmynd sem hefur húmor, ákveðni og heiðarleika sem gera hana að stjörnu sem er hvað mest elskuð og heillar hvað flesta á jörðunni.“

Auglýsing

Pink talar svo um í tölublaðinu að hún vilji ala upp tvö börn sem eiga að verða sterkir einstaklingar: „Að vera foreldri þýðir að þú veist aldrei hvenær það sem þú ert að gera virkar eða ekki. Það hefur kennt mér hvað mesta hógværð. Í mínum huga hljóma ég frábær og ég horfi á hana og hún ranghvolfir augunum. Ég veit ekki neitt, þetta kemur í ljós.“
Það er einnig mikilvægt fyrir söngkonuna að heimilið sé laust við kynjaímyndir: „Að vera hlutlaus í því samhengi er merkimiði í sjálfu sér og ég hef enga merkimiða. Mér líkar þeir ekki og ég trúi því að kona og stúlka geti gert hvað sem er. Ég trúi líka að strákur geti hvað sem er. Svo ég er með stráka sem fara út með ruslið eða klæðast kjólum. Það er allt ókei hjá mér. Hvaðeina sem gerir þig hamingjusaman. Þannig húsi búunm við í.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!