KVENNABLAÐIÐ

Af hverju er Melania Trump ekki á forsíðum tímarita?

Aðdáendur forsetafrúarinnar Melaniu Trump eru svekktir þar sem hún hefur ekki verið á forsíðu helstu tískutímaritanna enn. Leikarinn James Woods tvítaði á laugardag: „Ef Trump hjónin væru demókratar væri Melania á forsíðu allra flottu kventímarita í heimi alla mánuði“ með mynd af forsetafrúnni í hlýralausum bláum kjól.

Þetta tvít bergmálaði svo um Twitter í formi 18,500 rítvíta og meira en 60.000 læka.

flotus3

Auglýsing

Fyrrum fyrirsætan frá Slóveníu hefur verið á forsíðum blaða á borð við  Sports Illustrated, Vanity Fair, Harper’s Bazaar, and GQ. Vann Melania í Mílanó og París áður en hún flutti til Bandaríkjanna. Hún hitti Donald árið 1998 og þau gengu í það heilaga árið 2005. Eftir að hún eignaðist Barron hvarf hún frá fyrirsætustörfum, en klassísk fegurð hennar þykir óumdeilanleg.

Í febrúar á þessu ári kannaði NBC sjónvarpsstöðin fjarveru Melaniu á forsíðum tímarita og bar hana saman við Michelle Obama sem var þrisvar á forsíðu Vogue. Einn ritstjóri kom nafnlaust fram og sagði að fyrir suma væri þetta siðferðilegt mál: „Það er til dæmis engin leið að vinna með Trump hjónunum“ og átti við varðandi kynþáttadeilur, „þú munt reita til reiði annan hvorn hópinn. Það er ekki hægt að sigra á þeim vettvangi.“

flotus4

flotus1

Auglýsing

Önnur ástæða gæti verið sú að það sé hreinlega of mikið vesen hvað varðar stjórnmál og annað. Þegar Anna Wintour, ritstjóri Vogue, sagði: „Við höfum haft þá hefð að hafa forsetafrúnna á forsíðu Vogue, og ég get ekki séð að það verði eitthvað öðruvísi núna,“ fékk hún fullt af hótunum að fólk myndi sniðganga blaðið.

Hönnuðir hafa margir ekki sagst hanna á Melaniu, vegna Donalds. Tom Ford, Zac Posen, Christian Siriano og Marc Jacobs hafa neitað að hanna á hana.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!