KVENNABLAÐIÐ

Dwayne Johnson opnar sig varðandi þunglyndi: „Ég grét stöðugt“

Leikarinn ástsæli Dwayne “the Rock” Johnson hefur átt viðburðaríka ævi – allt frá glímukappa til Hollywoodbangsa og grínara. Nú sýnir hann aðdáendum sínum aðra hlið, en í nýlegu viðtali við Express sagði hann frá glímu sinni við andlegan heilsubrest.

Auglýsing

Versti tími hans var í kringum árið 1995 þegar honum var sagt upp í kanadíska fótboltaliðinu Calgary Stampeders og kærastan hætti með honum: „Baráttan og sársaukinn er raunverulegur, ég var þunglyndur og í klessu. Ég komst á það stig að ég vildi ekki gera neitt eða fara neitt. Ég grét stöðugt.“

Mæðginin
Mæðginin

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dwayne talar um geðheilbrigðismál innan fjölskyldunnar. Í febrúar á þessu ári póstaði hann á Instagram því að móðir hans Ata hafi reynt sjálfsvíg þegar hann var 15 ára: „Hún fór út úr bílnum á þjóðvegi 65 í Nashville og labbaði á móti umferð. Stórir bílar og trukkar sveigðu frá. Ég báði í hana og togaði út af veginum.“

Auglýsing

Þrátt fyrir að The Rock hafi nú fundið sína réttu leið er þessi tveggja barna faðir með eitt á leiðinni með kærustunni Lauren Hashian. Hann er einn hæstlaunaði leikari í heimi en segir að það sé „mikilvægt að gleyma ekki erfiðu tímunum. Við höfum bæði náð bata og við gerum okkar besta til að sýna skilning þegar aðrir finna fyrir sársauka. Við þurfum að hjálpa þeim í gegn um vandann og minna þau á að þau eru ekki ein.“

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!