KVENNABLAÐIÐ

Söngkonan Iggy Azalea lagðist inn á geðsjúkrahús

Söngkonan og rapparinn Iggy Azalea segist þjást af andlegum veikindum: Í nýlegu viðtali sagði Iggy að hún hefði þurft inngrip í líf sitt árið 2017 vegna mikillar reiði sem hún bjó yfir. Iggy sem er 27 ára segir að hún hafi rifist stöðugt við aðra listamenn og fjölmiðla. Sagði hún: „Þeir segja að þú sért mjög hæfileikarík og þú getir farið í stúdíó og búið til lög alla daga, en við vitum ekki ef einhver segir eitthvað um þig og þú bregst þannig við að þú getir eyðilagt allt. Við viljum að þú farir og talir við þetta fólk þannig þú sért andlega undirbúin því að gefa út nýja tónlist.“

Auglýsing

Þrátt fyrir að Iggy hafi ekki viljað leita sér hjálpar kom vinkona hennar. Demi Lovato, henni til hjálpar og hún skipti um skoðun. Þrýstingurinn að vera í sviðsljósinu gerði Iggy að eigin sögn „andlega f****** veika“ og sagði hún einnig að persónuleg mál hafi ýtt henni frá tónlistariðnaðinum. Lagðist hún svo í kjölfarið inn á geðsjúkrahús í Arizonaríki í tvær vikur: „Ég hafði í raun aldrei sest niður og talað við fagfólk á hreinskilinn hátt. Það var í rauninni mjög gott að fá að vita af verkfærunum og upplýsingunum sem ég get nú notað til að gera líf mitt bærilegt þegar mér líður svona. Þannig það var bara mjög gott og ég er glöð að ég fór.“

Auglýsing

Iggy er bjartsýn á að hún muni eiga góða framtíð og hefur lært að sætta sig við fortíðina: „Það eru tímabil sem ég elskaði og tímabil sem eru óþægileg. Það er eins og fötin sem þú varst í í menntaskóla…þegar þú ert orðin fullorðin og horfir á þig í þessum fötum í gamla daga. Stundum er það sætt, og stundum ertu bara: „Ó, guð, hvað ég var mikill bjáni.“

Iggy var að gefa út nýtt lag, Savior, og nýja platan hennar Surviving the Summer kemur út fyrir sumarið.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!