KVENNABLAÐIÐ

Fróðleikur um lyf

Lyf í einhverri mynd hafa fylgt mannkyninu frá því sögur hófust. Ævafornar lyfjaskrár og leiðbeiningar um gerð lyfja eru til frá öllum heimshlutum, m.a. frá hinum fornu menningarþjóðum í Kína, Mesópótamíu, Egyptalandi og Perú.

Í fornöld voru alls kyns hráefni notuð til lyfjagerðar, t.d. jurtir, innyfli dýra, blóð, skordýr, mold, aska og úlfaldatað. Sum þessara fornu lyfja innihéldu virk efni sem enn eru notuð sem lyf og má þar nefna ópíum úr ópíumvalmúanum, kókaín úr laufblöðum kókarunnans og atrópín úr nokkrum tegundum jurta. Það er engin tilviljum að öll þessi efni eru úr jurtaríkinu því að þar er að finna mikinn fjölda efna sem hafa margvísleg áhrif á líkamann. Ekki má þó gleyma því að í jurtaríkinu er einnig að finna mikinn fjölda eitraðra efnasambanda.

Auglýsing

Áður fyrr var styrkleiki lyfja venjulega fremur illa staðlaður þannig að lyf sem keypt var í einni lyfjabúð gat verið mun sterkara eða veikara en það sem keypt var í annarri. Eitt af því sem gerst hefur á þessari öld er að virku efnin sem notuð eru til lyfjagerðar eru nú skilgreind og hreinsuð betur en áður þekktist. Þess vegna er nú hægt að staðla styrkleika lyfja mjög nákvæmlega. Þetta gerir lyfin auðveldari og öruggari í notkun en áður og dregur verulega úr aukaverkunum.

Auglýsing

Áður fyrr voru öll lyf búin til í apótekum. Á þessari öld hefur þetta verið að breytast smám saman þannig að lyfjaframleiðsla hefur flust yfir í sérstakar lyfjagerðir og lyfjaverksmiðjur. Þessi þróun hefur einnig orðið hér á landi, og er nú nær öll innlend lyfjaframleiðsla í höndum tveggja lyfjagerða. Í apótekunum er þó enn framleitt smávegis af lyfjum samkvæmt fyrirmælum lækna (svonefnd forskriftarlyf lækna) og er þar einkum um að ræða mixtúrur og smyrsli. Í Lyfjalögum er lyfjahugtakið skilgreint á þennan hátt: „Lyf eru samkvæmt lögum þessum hvers konar efni eða efnasambönd, lífræn eða ólífræn, sem notuð eru til lækninga, fróunar eða varnar gegn sjúkdómum eða sjúkdómseinkennum í mönnum eða dýrum. Enn fremur efni eða efnasambönd, sem notuð eru til sjúkdómsgreiningar, þar með talin geislavirk efni, sem ætluð eru mönnum, ef þau koma í eða á líkama manna eða dýra, að undanskildum geislavirkum kjarnategundum sem eru lokaðir geislagjafar. Efni sem notuð eru til svæfinga eða staðdeyfinga, teljast lyf (svæfingarlyf, staðdeyfilyf). Efni í viðurkenndum lyfjaformum, sem notuð eru til getnaðarvarna eða til þess að auka frjósemi manna eða dýra, teljast einnig lyf.

Af þessari lagagrein má sjá að það er fyrst og fremst notkunin sem ræður því hvað telst til lyfja. Öll efni sem hafa lækningagildi eiga þannig að falla undir lyfjahugtakið. Almenna reglan er sú að ekki má selja lyf hér á landi nema það hafi verið viðurkennt af heilbrigðisyfirvöldum. Til að lyf fái slíka viðurkenningu þarf framleiðandinn m.a. að sanna að lyfið hafi tilætluð áhrif og lækningagildi. Lyf sem er skráð hefur þannig fengið viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda og er frjálst til afnota fyrir alla sem þurfa á því að halda.

Upplýsingar um skráð lyf, eða skráð sérlyf eins og þau eru einnig kölluð, eru settar í bók sem heitir Sérlyfjaskrá og er gefin út árlega. Lyfjanefnd, sem er nefnd 5 sérfræðinga í læknisfræði og lyfjafræði, fjallar um viðurkenningu og skráningu lyfja.

Auk skráðu sérlyfjanna eru flutt til landsins lyf sem ekki eru skráð hér en eru nauðsynleg í einstökum tilfellum. Þetta eru svokölluð undanþágulyf. Ef læknir telur þörf á meðferð með slíku lyfi sækir hann um undanþágu fyrir notkun þess handa sjúklingnum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!