KVENNABLAÐIÐ

Hvernig eru „eðlilegir“ tíðaverkir?

Það er ekkert óeðlilegt að blæðingum fylgi sársauki og slen. Flestar konur þekkja sjálfar sig svo vel að þær eru ekkert að gera veður út af þessu. En einstaka konur eru næstum því óvinnufærar vegna sársauka þegar blæðingarnar verða. Þær verða að taka sér hlé frá vinnu eða skóla og hvílast heima við í einn eða tvo daga. Þótt SVONA sársaukafullar blæðingar séu sjaldnast vegna líffærasjúkdóma getur verið rétt að hafa samband við lækni og láta skoða sig og ef til vill fá eitthvað við óþægindunum.

Auglýsing

Af hverju koma verkirnir?
Tíðaverkirnir verða vegna samdráttar í legvöðvunum. Ef verkirnir verða óbærilegir er skýringin sú að samdrátturinn er óhemju krampakenndur. Nokkur boðefni líkamans, svokölluð prostaglandín sem eru eðlileg fyrir starfsemi legsins, valda verkjunum.
Hvernig er unnt að komast hjá því að fá tíðaverki?
Besta ráðið fyrir utan að vera sannfærð um að allt sé í himnalagi, er að vera í góðu líkamlegu ástandi og ástunda heilbrigt líferni, hreyfa sig, gæta þess að sofa nóg og hvílast, og ef það er mögulegt, væri gott að fara hægar í sakirnar og forðast alla streitu. Hitapoki á magann gerir oft mikið gagn. Einnig standa lyf til boða:

Auglýsing

Verkjastillandi lyf fást án lyfseðils.
Sterkari lyf, svokölluð gigtarlyf, t.d. Voltaren Rapid fást gegn lyfseðli.
Einnig má grípa til hormónagjafa, séu blæðingarnar og verkirnir sem þeim fylgja mikið vandamál. Pillan getur mildað blæðingarnar, stytt þær og minnkað verkina sem þeim eru samfara.
Hormónagjafir geta líka komið að góðu gagni við langvarandi og kröftugar blæðingar.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!