KVENNABLAÐIÐ

Melania Trump undirbýr sig undir eldfimt viðtal

Þetta verður erfitt: Forsetafrú Bandaríkjanna Melania Trup hefur þurft að þola erfiða tíma að undanförnu eftir að upp komst um ástarsamband Donalds Trump og klámstjörnunnar Stormy Daniels. Heimildir fregna að Stormy ætli að segja frá öllu í sérstökum þætti af 60 Minutes sem frumsýndur verður þann 25. mars næstkomandi.

Auglýsing

„Melania er að undirbúa sig vegna viðtalsins í 60 Minutes og er tilbúin að hlusta á vandræðalegar og auðmýkjandi lýsingar á þessu meinta sambandi Donalds og Stormy. Donald segist hafa sagt henni allt sem hafi gerst milli þeirra, en Melania býr sig undir fleira en hann hefur sagt henni.“

mel sttt

Stormy og Donald áttu í kynferðislegu sambandi á árunum 2006 og 2007, ári eftir að Donald og Melania gengu í hjónaband og stuttu eftir að hún fæddi Barron, yngsta son Donalds.

Auglýsing

Stormy sagði frá sambandinu árið 2011, en skrifaði undir samning í nóvember 2016 sem bannaði henni að tala um það í fjölmiðlum. Lögfræðingar Stormy áttuðu sig svo á að Donald hafði ekki skrifað sjálfur undir samninginn, þannig ekkert hindrar Stormy í að njóta frægðar og fés vegna sambandsins.

Auglýsing

Þann 25. mars sem er sunnudagurinn næstkomandi mun viðtalið verða frumsýnt og er búist við miklu áhorfi. Donald segist vera tilbúinn öllu sem kemur: „Donald á í óeðlilegu sambandi við „sannleikann“ og hann er snillingur í að hrista af sér atriði sem sýna hann í neikvæðu ljósi. Hann kallar allt slíkt einfaldlega „falskar fréttir“ („fake news.“) Melania er búin að vera nógu lengi í kringum manninn til að vita hvernig hann er, þrátt fyrir að hún þykist vera á hans bandi opinberlega er allt annað uppi á teningnum í einkalífinu. Margir telja Melaniu ekki gáfaða konu en hún er það, alveg ótrúlega. Hún leikur líka hlutverk styðjandi eiginkonu valdamesta manns í heimi mjög vel,“ segir innanbúðarmaður í viðtali við Life & Style.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!