KVENNABLAÐIÐ

Tinder stefnumót sem fór eins hræðilega og hægt er

Á marga vegu hafa samfélagsmiðlar auðveldað okkur leitina að „betri helmingnum“ – þrátt fyrir að engin leið sé að segja til um hvort þú hafir hitt rétta aðilann. Það er ýmislegt sem þú getur ekki lært eingöngu af því að lesa lýsinguna á Tinder eða öðru svipuðu appi.

Warriena Wright lærði þetta á hinn hryllilegasta hátt þegar hún hitti „fínan gaur“ á stefnumótaappinu Tinder. Gable Tostee „matchaði“ við hana og þau fóru að tala saman og daðra við hvort annað…þetta reyndist þó ekki vera neitt gæfuspor. Líkt og margir á þeirra aldri var þeirra fyrsta reynsla af því að hitta annað fólk á netinu. Kvöldið byrjaði vel. Warriena Wright var 26 ára og frá Nýja-Sjálandi. Hún dvaldist þó í Queensland í Ástralíu á þessum tíma í nokkrar vikur til að hjálpa vinkonu við að undirbúa brúðkaup.

Auglýsing

tind2

Við enda dvalarinnar fór hún á Tinder í símanum og hitti náunga sem hún taldi hið besta mál. Gable Tostee hét hann. Eftir að hafa spjallað í nokkra daga ákváðu þau að hittast í eigin persónu. Fékk hún að vita að hann dvaldi nálægt Surfer’s Paradise þar sem hún dvaldist.

Eftirlitsmyndavél náði að fanga fyrsta hitting þeirra Warrienu og Gable þar sem þau voru saman á verslunarsvæðinu. Þau hittust þar í fyrsta skipti og föðmuðust. Það virtist sem þau væru ekki ókunnug í raun og veru – frekar eins og gamlir vinir að hittast. Þegar þau höfðu heilsast fóru þó á nálægan bar í einhvern tíma. Eftir það fóru þau saman heim til Gable en þá fara hlutirnir að verða þokukenndir.

tind7

Á einhverjum tíma þetta sama kvöld sendi Warriena systur sinni Marreza skilaboð. Gable sagði seinna við réttarhöldin að hann og Warriena hefðu bæði samþykkt kynlíf. Fimm og hálfum tíma seinna var Warriena látin.

Á meðan þessu örlagaríka kvöldi stóð póstaði Warriena ýmsum myndum af sér og Gable. Þau virtust vera afslöppuð, hamingjusöm og vera að skemmta sér vel.

Auglýsing

tind4

Ekki hefur verið útskýrt af hverju Gable tók upp hljóðupptöku af sér og Warrienu á stefnumótinu en það virðist sem þau hafi lent í rifrildi: Gable sagði henni að hún væri ekki „hans týpa“ og bað hana um að fara. „Þú ert heppin að ég hafi ekki hent þér niður af svölunum. Þú ert ekki að fara að taka draslið þitt, þú ferð bara héðan út og ég skelli hurðinni á eftir þér. Skilurðu það? Ef þú reynir eitthvað rota ég þig,“ heyrist hann segja á einum tímapunkti.

tind3

Eftir þetta er bara þögn á hjóðupptökunni (síðar sögðu saksóknarar að þetta hefðu verið síðustu andartök Warrienu). Gert var ráð fyrir að Gable hefði verið að kyrkja hana á þessum mínútum.

tind12

Eftir það heyrðist Warriena segja „nei“ um þrjátíu sinnum í röð en stóð einungis yfir í fáeinar mínútur. Svo heyrðist í svalarhurð í íbúð Gables, opnast og lokast og svo heyrðist öskur og Gable blótaði.

tind13

Eftir þetta fór Gable út úr íbúðinni til að ná sér í pizzu. Hann kom svo heim og sá ekkert nema lögreglubíla fyrir utan íbúðarhúsið og ákvað að fara ekki inn. Um klukkan þrjú um nóttina hringdi Gable í pabba sinn og bað hann að sækja sig því það væri „ástand“ í gangi. Hann sagði við hann að hann hefði hitt stelpu um kvöldið og hún hefði orðið mjög árásargjörn. Hann sagði við föður sinn að hún hefði orðið drukkin og farið að beita hann ofbeldi. Þá hefði hann sett hana út á svalir og læst hana úti. Svo sagðist hann halda að hún hefði hoppað niður af svölunum.

tind9

 

Við réttarhöldin sagði saksóknarinn að Gable hefði kannski ekki hrint henni af svölunum en ógnað henni þannig að eina leiðin fyrir hana hefði verið að reyna að komast niður af svölunum. Sjónarvottur sagði að tveimur svölum neðar hefði hann heyrt hana segja: „Ég vil fara heim“ og hrópað á hjálp. Skömmu seinna sá hann hana koma fljúgandi niður af svölunum. Annar sjónarvottur sá hana hanga af svölunum, að reyna að sleppa.

tind10

Kviðdómur fékk málið í hendurnar og var þrjá daga að komast að niðurstöðu. Niðurstaðan var sú að Gable Tostee var ekki fundinn sekur um morð og gekk burtu sem frjáls maður.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!