KVENNABLAÐIÐ

Fær verstu gjafirnar frá eiginmanninum

Er þetta lélegasti jólasveinn í heimi? Kona nokkur segir frá síðustu jólagjöfum eiginmannsins til 15 ára. Bresk hjón hafa komið sér upp allsérstakri „jólahefð“ en Rick gefur Sam konu sinni afskaplega undarlegar gjafir á jólunum. Sem dæmi má nefna hveitipoka, WD40 og verkjalyf.

gjafa5

Sam Broad er 42 ára og hefur verið gift Rick í um 15 ár. Hún hefur nú komið fram opinberlega og sagt frá þeim (hræðilegu) og fyndnu gjöfum sem hann hefur gefið henni á jólunum í öll þessi ár. Rick segir að ekkert sé að þessum gjöfum, þær hafi allar verið „mjög nytsamlegar!“

Auglýsing

gjafa4

Þrátt fyrir þessa furðulegu hefð segir Sam að það séu engin jól nema þessar hallærislegu gjafir séu með. Sam sem er frá Dartmouth, Devon segir: „Í hvert skipti sem Rick gefur mér gjöf segir hann: „Ekki verða spennt!“ og það er oftast gott ráð!“

gjafa3

Fyrsta gjöfin sem Rick gaf Sam voru nokkrar teskeiðar: „Síðan þá hafa gjafir Ricks orðið frægar í vinahópnum. Ég hef fengið þvottastykki, ilmeyðandi spjöld, uppþvottahanska, snaga, afísingarefni og ruslapoka. Hann hefur líka gefið mér hveitipoka…það var þegar ég kvartaði yfir því að hann gæfi mér aldrei blóm.“

Auglýsing

Það eru sautján ár á milli hjónanna og vill Sam meina að það sé ástæðan fyrir furðulegu gjafavali hans: „Hann varði miklum tíma í herþjónustu og vill að gjafir séu nytsamlegar, ég svosem veit ekki alveg samt. Ég er orðin vön þessum gjöfum núna og stundum gefur hann líka fína hluti. Þrátt fyrir lélegar gjafir er þeim allataf pakkað fallega inn. Jólin væru ekki söm án þessara ömurlegra gjafa hans.“

lgata

Rick segir: „Til hvers að kaupa gjafir sem verður hent fljótlega? Þetta eru nytsamlegar gjafir sem hægt er að nota aftur og aftur. Í hvert skipti sem hún setur á sig uppþvottahanskana man hún efur jólunum! Sam býst við lélegum gjöfum og veit hvernig þetta er. Hún verður stundum viðskotaill og kvartar í símann við vini sína. Ég held þetta haldi mér á lífi, þetta er orðin hefð og ég ætla aldrei að hætta þessu.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!