KVENNABLAÐIÐ

Hildur Eir: Burpees hljóta að hafa verið sjúkur vinnustaðahrekkur!

Hildur Eir Bolladóttir er afskaplega hispurslaus og skemmtilegur prestur á Akureyri. Hún er afar vinsæl á Facebook þar sem hún eys úr viskubrunni sínum en alltaf er hægt að treysta á að hún sé mannleg og breysk…og það hlýtur að teljast mikill kostur. Hildur Eir svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum hér hjá okkur á Sykri…njótið!

Auglýsing

1. Hvaða hlut/vöru áttu alltaf til í eldhúsinu?
Èg á alltaf til avocado og kaffi.

2. Hver er besta eða áhrifamesta bíómynd sem þú hefur séð?
Breaking the Waves eftir Lars von Trier er ein af þeim myndum sem èg get aldrei gleymt.

3. Hver finnst þér vera helsta fyrirmynd ungra kvenna í dag?
Það er nú engin ein, mikilvægast er að eiga fyrirmynd í fólki sem sýnir góðvild í margbreytilegum, flóknum og erfiðum jafnt sem þægilegum aðstæðum, það er fólkið sem tekur mennskuna fram yfir allt annað.

4. Hvaða líkamsrækt finnst þér skemmtilegust? Skemmtilegast er að hlaupa í fallegri náttúru. En leiðinlegust? Burpees er hins vegar æfing sem èg hef grun um að hafi fyrst komið fram sem sjúkur vinnustaðahrekkur.

5. Hver er þinn uppáhaldsdrykkur? Kaffi

Auglýsing

6. Hver væri þín draumaríkisstjórn? Sú sem gerði pólitík að sveitaheimili þar sem allir taka þátt í að hlúa að búinu og hjálpast að.

7. Ef þú mættir breyta einu á landinu okkar góða – hverju myndirðu byrja á? Ég myndi byrja á því að gera þakklæti að lykilorði allra á fb af því að þakklæti ýtir undir jákvæðni og svo myndi ég greiða niður sálfræðikostnað fyrir almenning.

8. Hver er fyrsta minningin þín? Fyrsti skóladagurinn, ég var sex ára með drengjakoll og íklædd svörtum leðurbuxum og hlakkaði svo til að fara upp í skólabílinn að ég gleymdi nestinu mínu, síðan þá rekur mig ekki minni til þess að hafa gleymt að borða.

9. Ef þú mættir búa annarsstaðar en á Íslandi – hvar myndirðu búa?
Èg myndi hugsanlega búa í Montreal í Kanada, það er alveg dásamlegur staður, Leonard Cohen bjó þar og dó og Elizabeth Taylor gifti sig þar í eitthvert skiptið. Frábær staður.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!