KVENNABLAÐIÐ

Móðir fær líflátshótanir eftir að hún póstaði mynd af dóttur sinni með „gataðan“ spékopp

Ef þú skoðar myndina sýnist dóttir Enedinu Vance vera hamingjusöm lítil stúlka. Ef þú skoðar aðeins nánar er eins og kinnin á henni hafi verið „götuð“ líkt og eyru eru götuð, til að búa til spékopp.

Enedina, sex barna móðir, skrifar við myndina: „Er þetta ekki sætt? Ég veit hún á eftir að elska þetta!! Hún mun þakka mér þegar hún verður eldri, lol. Ef hún ákveður að henni líki hann ekki getur hún tekið hann úr, ekkert mál. Ég er foreldrið, hún er BARNIÐ mitt, ég geri það sem ég vil!! Ég tek allar ákvarðanir þar til hún er 18 ára, ég bjó hana til, ég á hana!! Ég þarf ekki leyfi neins, ég held þetta sé betra, sætara og ég vil hún sé með spékoppinn gataðan. Þetta er ekki ofbeldi! Ef það væri, væri þetta ekki löglegt, fólk gatar börnin sín á hverjum degi og þetta er ekkert öðruvísi.“

Auglýsing

Það sem fólk áttaði sig ekki á var að Enedina var að vekja athygli í kaldhæðni á því valdi sem foreldrar taka sér yfir líkömum barna sinna og var þá sérstaklega að meina umskurð ungra drengja. Margir skildu ekki #sarcasm (#kaldhæðni) og helltu sér yfir hana og hótuðu að myrða hana og hringja í Barnaverndaryfirvöld.

Enedina, móðir sex barna
Enedina, móðir sex barna

Enedina fór ekki að velta þessu fyrir sér fyrr en hún eignaðist son og vildi með þessu vekja athygli á ofbeldi gagnvart börnum. Þurfti hún að útskýra í nokkrum póstum að myndin hafi verið „fótósjoppuð“ til að ná fram athygli á málefnið.

Auglýsing

„Það er mjög kaldhæðnislegt að fólk var tilbúið að berja mig fyrir að gata barnið sitt en notuðu sömu afsökun til að réttlæta að skera sitt eigið barn. Hvernig getur fólk orðið svona reitt að sjá barnið mitt með gataðan spékopp á meðan það veit af því að ungum drengjum er haldið niðri og neyddir til að fara í aðgerð á viðkvæmasta líkamshlutanum, typpinu, og það er bara allt í lagi?!“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!